Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Síða 75
418
niður og talið var að það væri notað í tæplega 80% allra jafningjaneta.94
Jafningjanetið byggði á tvöföldu kerfi, löglegum skrám, þ.e. sem fyrirtækið
hafði fengið heimild fyrir hjá rétthöfum að nota í netinu, og síðan ólöglegum
skrám sem notendur skiptust á sín á milli. Þær voru í miklum meirihluta.95 Í
febrúar 2004 fóru allir helstu rétthafar tónlistar í Ástralíu og víðar fram á að
gefin yrði leitar- og upptökuheimild á forsvarsmenn Kazaa jafningjanetsins.
Sú heimild var veitt og með því hófust málaferli sem lauk með dómi Sam-
bandsdómstóls Ástralíu í málinu „Universal Music Australia Pty Ltd gegn
Sharman License Holdings Ltd“ þann 5. september 2005.96
Stefnt var fyrir brot á höfundarétti, brot á lögum um réttmæta við-
skiptahætti og samsæri. Dómurinn vísaði tveimur síðarnefndu atriðunum
frá.97 Sömuleiðis aftók dómurinn að um bein höfundaréttarbrot hefði verið
að ræða hjá forráðamönnum jafningjanetsins en kannaði þess í stað hvort
um ábyrgð gæti verið að ræða með því að forráðamennirnir hefðu án heim-
ildar „heimilað“98 öðrum athafnir99 sem væru verndaðar að höfundarétti,
sbr. 101 grein áströlsku höfundalaganna.100 Niðurstaða dómsins var að svo
væri. Rökstuðningur dómarans fyrir því var eftirfarandi: Í fyrsta lagi þá
vissu stefndu, að þrátt fyrir að á heimasíðu þeirra væri viðvörun um að ekki
mætti skiptast á höfundavernduðum skrám án leyfis rétthafa og að notend-
ur þyrftu að samþykkja að brjóta ekki höfundalög, þá voru þessar ráðstaf-
anir augljóslega gagnslausar og að Kazaa jafningjanetið væri notað í ríkum
mæli til að dreifa höfundavernduðu efni án heimildar. Í öðru lagi þá væru til
tæknilegar ráðstafanir sem myndu gera forráðamönnum Kazaa jafningja-
netsins kleift að draga verulega úr skráarskiptingum með höfundaverndað
efni. Þær hefðu stefndu ekki nýtt sér enda væri það þeirra hagsmunir að
jafningjanetið væri sem mest nýtt þar sem það yki auglýsingatekjur þeirra. Í
þriðja lagi þá hefðu forráðamenn Kazaa, í stað þess að reyna að koma í veg
fyrir skráarskipti með höfundaréttarverndað efni, hvatt til þeirra á heima-
94 Sjá samantekt dómara Sambandsdómstóls Ástralíu (Federal Court of Australia) í mál-
inu Universal Music Australia Pty Ltd gegn Sharman License Holdings Ltd, [2005] FCA 1242,
dags. 5. september 2005, (hér nefndur Kazaa II dómurinn), sjá vefslóðina http://www.austlii.
edu.au//cgi-bin/disp.pl/au/cases/cth/federal_ct/2005/1242.html?query=Universal%20Music
%20Australia, síðast sótt 26. október 2006, bls. 3 í útprenti.
95 Ibid., bls. 3.
96 Ibid., sjá upphafskafla dómsins, málsgreinar 3-30.
97 Ibid., samantekt dómarans, bls. 3 og 6 í útprenti.
98 Á ensku „authorise“. Sjá í þessu sambandi skilgreiningu á „authorisation“ í Sterling:
World Copyright Law, bls. 988.
99 Hér er um nokkurs konar meðábyrgð að ræða en athuga skal í þessu sambandi að dóm-
arinn taldi að litla aðstoð væri að fá í þessu máli frá niðurstöðu Hæstaréttar BNA í Grokster-
málinu aðallega vegna þess að ekki væri um hliðstæður við ástralskan höfundarétt að ræða í
bandarískum höfundarétti, sbr. mgr. 30 í Kazaa II dómnum.
100 Copyright Act 1968 - Section 101, sjá viðkomandi grein á slóðinni: http://www.austlii.
edu.au/au/legis/cth/consol_act/ca1968133/s101.html, sjá umfjöllun í mgr. 352-361 í Kazaa II
dómnum.