Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Blaðsíða 76

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Blaðsíða 76
419 síðu sinni og jafnframt verið þar með gagnrýni á hljómplötuútgefendur fyrir að vera á móti jafningjanetum undir fyrirsögninni „Join the Revolution“ og þess utan stutt herferð sem beint var gegn hljómplötuútgefendum. Þó að gagnrýnin á hljómplötuútgefendur hafi ekki beinlínis falið í sér hvatningu til skráarskipta þá hefði framsetningin höfðað mjög til ungmenna sem væru í meirihluta notendahóps Kazaa og komið þeirri hugmynd á framfæri að það væri eftirsóknarvert að ögra hljómplötuútgefendum með því að virða ekki höfundarétt þeirra.101 Á grundvelli framangreindra raka þá úrskurðaði dómarinn að forráða- menn Kazaa hefðu heimilað öðrum án heimildar rétthafa að gera eintök af vernduðum verkum og miðlað þeim til almennings og jafnframt að þeir væru sekir um samráð í þessu sambandi.102 Dómsúrskurður var að komið skyldi í veg fyrir að stefndu héldu áfram uppteknum hætti, þ.e. að heimila öðrum að fremja höfundaréttarbrot, en jafningjanetið mætti starfrækja áfram að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Þau voru, að annað hvort yrði sett lyk- ilorðasía á skráardeiliforritin, sem myndi útiloka frá niðurstöðu skráarleitar allar skrár sem rétthafar í málinu kæmu með lista yfir, og sem skylt væri að nota. Ef sú leið yrði valin yrði slík sía hluti af öllum Kazaa skráardeili- forritum sem dreift yrði í framtíðinni og jafnframt yrðu forráðamenn Kazaa skyldaðir til að beita „hámarks“ þrýstingi á notendur Kazaa sem væru með eldri útgáfur forritsins til að uppfæra í hinar nýju útgáfur með lykilorða- síum. Hinn möguleikinn var að leitarvél Kazaa kerfisins myndi eingöngu birta skrár sem heimild væri fyrir að nota, sem yrðu birtar með viðvörun gegn höfundaréttarbrotum og ekki væri hægt að nálgast eintök skráa sem væru höfundaréttarvarðar án heimildar.103 Kveðið skyldi á um bætur í sér- stöku máli.104 Í júlí 2006 náðust sættir milli aðila utan dómstóla.105 Samkomulagið fólst í því að forráðamenn Kazaa greiddu hljómplötuútgefendum 115 millj- ónir dollara í skaðabætur fyrir framin höfundaréttarbrot og samþykktu að gera Kazaa jafningjanetið að löglegum skráarskiptagrundvelli með síum. Hljómplötuúgefendur samþykktu á móti að ganga til samkomulags við þá um dreifingu höfundaréttarverndaðs efnis sem þeir væru rétthafar að.106 Niðurstaðan í Grokster málinu og Kazaa II málinu var að skráardeili- forritin sem slík séu ekki ólögleg heldur framferði forsvarsmanna þeirra ef sannað þykir að þeir hafi hvatt til höfundaréttarbrota og hagnast af brotum 101 Samantekt dómara í Kazaa II dómnum, bls. 4 í útprenti. 102 Ibid., bls. 5. 103 Ibid., bls. 5-6. 104 Ibid., bls. 6. 105 Sjá fréttatilkynningu RIAA, dags. 27. júlí 2006, um málið, aðgengileg á http://www.riaa. com/news/newsletter/072706.asp. 106 Sjá Blackmore, N. og O’Grady, J: „Record industry and Kazaa reach A$150 million settlement“. World Copyright Law Report, dags. 14. mars 2006, sótt á netið 26. október 2006 á heimasíðu tímaritsins: www.worldcopyrightlawreport.com.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.