Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Qupperneq 80
423
undarétti með því að viðhalda jafningjanetinu og aðrir voru dæmdir fyrir aðstoð
þeirra við þá fyrrnefndu. Dæmt var til greiðslu sekta, upptöku tækja sem notuð
voru til brota og bóta til rétthafa.120 Við ákvörðun bótafjárhæðar var m.a. tekið
mið af að ekki taldist liggja fyrir að brotin hefðu verið í ágóðaskyni en jafnframt
varnaðarsjónarmiði að baki bótagreiðslum.
3. Staðan hér á landi
Fyrir liggur að 32% karla og 20% kvenna hér á landi hafa notað jafn-
ingjanet til að skiptast á tónlistar- og kvikmyndaskrám.121 Þó hefur ekki
enn reynt á lögmæti þess fyrir dómstólum þrátt fyrir handtökur og húsleit
ríkislögreglustjóra í DC++ málinu122 svonefnda í september 2004.123 Er það
miður að svo lengi þurfi að bíða ákæru.124
Þessi þátttaka í jafningjanetum virðist ekki hafa haft afgerandi áhrif á
sölu tónlistar hér á landi.125 Skráarskipti á netinu virðast hafa mismunandi
áhrif á notendur, sumir auka kaup tónlistar en aðrir minnka í kjölfar þátt-
töku í skráarskiptum í jafningjanetum.126 Hins vegar er ljóst að á meðan til
eru jafningjanet sem hafa á boðstólum ólögleg höfundavernduð verk sem
notendur þurfa ekki að greiða fyrir og sem auðvelt er að komast í, eiga lög-
legar netsölur tónlistar og kvikmynda erfiðar uppdráttar. Sú aukning sem
hefur átt sér stað í dreifingu tónlistar með tilkomu jafningjanetanna hefur
því ekki skilað sér í réttu hlutfalli til þeirra sem skapa verkin.
Íslenska jafningjanetið Istorrent hefur verið í fréttum undanfarið.127 Full-
trúar rétthafa hafa sent forráðamönnum vefsíðunnar Torrent.is beiðni um
að loka síðunni vegna meintra höfundaréttarbrota. Forráðamenn síðunnar
120 Samkvæmt frétt á heimasíðu IFPI voru ákærðir dæmdir til greiðslu 566.000 Evra, sjá
http://www.ifpi.org/content/section_news/20061027a.html.
121 Sjá skýrslu Hagstofunnar, Upplýsingatækni 2006:3, bls. 26-27.
122 DC++ er eitt af þeim forritum sem byggja á Direct Connect jafningjaneta staðlinum, sjá
www.wikipedia.org.
123 Sjá fréttaskýringu Morgunblaðsins, 30. september 2004, aðgengileg á slóðinni http://www.
mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=821119.
124 Skýringin liggur væntanlega í að efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra annar ekki verk-
efnum vegna manneklu, sérstaklega skorti á sérfræðingum á mismunandi sviðum efnahags-
brota, sjá skýrslu Ríkisendurskoðunar, Ríkislögreglustjóri - Stjórnsýsluúttekt, október 2006,
bls. 7-8, aðgengileg á slóðinni: http://www.rikisend.althingi.is/files/skyrslur_2006/rikislogreglu-
stjori.pdf. Sjá einnig viðhorf eins þátttakanda í jafningjanetinu, sem var handtekinn, á vefslóð-
inni http://www.netfrelsi.is/gamalt/2006/09/u_varst_handtek.php.
125 Samkvæmt upplagseftirliti frá ParX sem unnið er fyrir Samband hljómplötuframleiðenda
þá hefur árleg sala á innlendu efni aukist frá árinu 2001 til 2005 um 132 þúsund eintök en sala á
erlendu efni aukist á sama tímabili um 46 þúsund eintök, upplagseftirlit 2005, bls. 8. Hins vegar
var samdráttur í sölu tónlistar fyrir þann tíma eða á milli áranna 2000 og 2001 samkvæmt árs-
skýrslu fyrir árið 2001 um upplagseftirlit fyrir Samband hljómplötuframleiðenda. Eins og áður
segir þá er erfitt að gera grein fyrir sambandi á milli ólöglegra skráarskipta og sölu tónlistar.
126 Sjá skýrslu OECD, 2005, bls. 77. Sjá líka viðtal við íslenskan Napster-notanda árið 2000
í Morgunblaðinu, dags. 7. júní 2000, sem viðurkennir að kaup tónlistar hafi minnkað í kjölfar
skráarskipta í gegnum Napster jafningjanetið.
127 Ritað á haustmánuðum ársins 2006.