Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Síða 82

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Síða 82
425 ur séð að neinar sérreglur gildi hér á landi eins og reifað verður hér á eftir í umfjöllun um hlutdeild og ábyrgð milligönguaðila. Ábyrgð forráðamanna hér á landi vegna brota sem sannanlega fara fram í jafningjanetum hér á landi er því sú sama og hjá nágrannaþjóðum okkar sem og í fjarlægari lönd- um. 3.1 Hlutdeild Mikilvægi hlutdeildarbrota í höfundarétti var hverfandi fyrir tilkomu internetsins.134 Það er hugsanlega skýringin á því að ekki er ákvæði um hlut- deild í íslensku höfundaréttarlögunum.135 Hins vegar segir í greinargerð með almennum hegningarlögum að ákvæðum um hlutdeild megi „að sjálfsögðu“ beita með lögjöfnun utan laganna, þegar skilyrði eru fyrir hendi.136 Verð- ur að telja líklegt að svo yrði gert ef um hlutdeild í höfundaréttarbrotum væri að ræða.137 Ef fyrir liggur að forráðamenn jafningjaneta hafi með „... liðsinni í orði eða verki, fortölum, hvatningum eða á annan hátt átt þátt í því, að brot ... er framið“, sbr. 22. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, teljast þeir hlutdeildarmenn í brotum þeirra sem skiptast á ólöglegum skrám í jafningjanetinu eins og niðurstaðan var í bandaríska Grokster málinu.138 Hlutdeild getur falist í athafnaleysi139 en þá þurfa þær aðstæður að vera fyr- ir hendi sem tengja hinn brotlega við hið brotlega atferli.140 Forráðamaður jafningjanets sem veit að það er notað í verulegum mæli til að skiptast á skrám með höfundaréttarvernduðu efni án heimildar ber að koma í veg fyrir slíkt með öllum tiltækum ráðum, annars verður hann dæmdur ábyrgur vegna hlutdeildar í brotum notenda jafningjanetsins sem fremja frumbrotið. Ef komist verður að þeirri niðurstöðu að um saknæmt atferli sé að ræða hjá aðila á grundvelli hlutdeildar þá leiðir það til refsiábyrgðar ef skilyrði 1. mgr. 54. gr. höfl. eru fyrir hendi, þ.e. ásetningur eða stórfellt gáleysi. Hins vegar er minni háttar gáleysi nægilegt til að bótaábyrgð verði felld á aðila, 134 Schlüter, Johan og Plesner Mathiasen, Jakob: „Medvirken til ophavsretskrænkelser på internettet“. Festskrift til Mogens Koktvedgaard, Kaupmannahöfn 2003, bls. 517. 135 Norsk og sænsk höfundaréttarlög hafa sérákvæði um hlutdeild, sbr. 2. mgr. 54. gr. norsku höfundalaganna nr. 2/1961 og 3. mgr. 53. gr. sænsku höfundalaganna nr. 729/1960. Dönsk höfundaréttarlög hafa ekki sérákvæði um hlutdeild enda taka hlutdeildarákvæði dönsku hegn- ingarlaganna einnig til brota á sérlögum, sbr. 2. gr. dönsku hegningarlaganna (lovbekendtgö- relse nr. 779/2002). 136 Alþingistíðindi 1939, A-deild, bls. 360, sjá umfjöllun í Jónatan Þórmundsson: Afbrot og refsiábyrgð I. Reykjavík 1999, bls. 133-134. 137 Æskilegt væri þó að í boðaðri heildarendurskoðun höfundalaganna, sbr. frumvarpið með höfundalögum 2006, I. kafli almennra athugasemda, yrði sett sérstakt ákvæði um hlutdeild- arbrot í höfundalagabrotum. 138 Sjá Andersen, M. B.: IT-retten. 2. útg., Kaupmannahöfn 2005, bls. 729, um danskan rétt. 139 Sjá Jónatan Þórmundsson: Afbrot ..., bls. 137. 140 Sjá Schlüter o.fl.:„Medvirken...“, bls. 518.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.