Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Side 95
438
til tekna á viðskiptareikningi hans hjá félaginu. Staðfesti endurskoðandinn þetta
fyrir dómi, en staðfesti jafnframt, að færslan hefði verið gerð að beiðni sonar
K, sem var fyrirsvarsmaður E, en K hefði aldrei talað við sig um þetta. E lagði
ekki fram fylgiskjöl, sem lágu færslum þeim, sem á hreyfingarlistanum voru, til
grundvallar. Þá var lagt fram skattframtal K fyrir árið 1990, en þar kom fram, að
hann hefði selt E sumarbústað þann sem um ræðir fyrir kr. 700.000. Framtalið
var ódagsett og ekki undirritað af K sjálfum, heldur af endurskoðanda hans.
Ekki var talið, að E gæti gert tilkall til sumarbústaðarins og landsins. Var ekki
talið, að yfirlýsing sú, sem að framan greinir, stofnaði eignarrétt að bústaðnum
til handa E. Var heldur ekki talið, að bókhaldsgögn þau, sem lögð voru fram, og
yfirlýsing endurskoðanda veittu sönnun um, að K hefði selt E sumarbústaðinn.
Skattframtalið var heldur ekki talið geta verið grundvöllur tilkalls E til eign-
arréttar að bústaðnum. Var þannig ekki talið, að E hefði fært fram sönnur fyrir
því, að kaupsamningur hefði stofnazt með félaginu og K og var því sumarbú-
staðurinn talinn eign dánarbúsins.
Framangreindir dómar sýna, að dómstólar hafa gert strangar kröfur til
þess, að sannað væri, gegn andmælum gagnaðilja, að kaupsamningur um
fasteign hafi stofnazt. Er það í sjálfu sér í samræmi við það viðhorf, að dóm-
stólar hafi tilhneigingu til þess að auka kröfur um sönnun eftir því sem hags-
munir aðiljanna, sem í hlut eiga, verða mikilvægari.6 Dæmi eru þó vissulega
til um, að slík sönnun hafi tekizt, þótt atvik hafi um margt verið óljós, sbr.
H, 1997, bls. 2792. Í því máli var ekki talið, að kaupsamningur um jörð frá
1924 gæti einn og sér verið nægileg sönnun, um að kaup á jörðinni hefðu
átt sér stað. Önnur atriði, sem tíunduð voru í dóminum, svo sem tilgreining
eignarhalds á jörðinni á skattframtali, greiðslur gjalda af jörðinni, hagnýt-
ing jarðarinnar og viðhorf annarra, þar með talið sveitarstjórnar, til eign-
arhalds á henni, voru talin fela í sér nægilega sönnun þess, að kaupin hefðu
í raun farið fram.
Af dómunum má ætla, að helztu ástæður þess að slíkur ágreiningur kem-
ur upp, séu þær, að skuldbindingin um kaup hefur til þessa ekki þurft að
vera formleg (skrifleg), þannig að það hefur verið unnt að undirgangast hana
munnlega. Hefur þetta, og skortur á reglum um lágmarksefni samnings, leitt
til réttaróvissu um hvað hafi þurft til, svo kaupsamningur um fasteign teldist
hafa stofnazt.
2.2.3 Kaupsamningur telst hafa stofnazt
Ef niðurstaðan er sú, að kaupsamningur telst hafa stofnazt um fasteign,
er ljóst að hann hefur verið talinn skuldbindandi og hvorugur aðilja hans
hefur einhliða getað losnað undan skyldum, sem samningurinn sjálfur og
réttarreglur, sem um hann gilda, kveða á um. Þess ber að geta, að stundum
hafa af hálfu samningsaðilja verið gerðir fyrirvarar við skuldbindingargildi
samnings. Sá sem heldur því fram, að slíkur fyrirvari hafi verið gerður, hefur
6 A. Vinding Kruse: Ejendomskøb, bls. 19.