Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Síða 96

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Síða 96
439 væntanlega sönnunarbyrði fyrir þeirri staðhæfingu. Ef slík sönnun lánast, hafa dómstólar litið svo á, að slíkir fyrirvarar væru gildir. Það hlýtur þó að ráðast af orðalagi eða efni fyrirvarans hverju sinni. Má sem dæmi nefna H 1927 586. Í seinni tíð hefur tíðkazt, að gerðir hafa verið fyrirvarar um að kaupanda tækist að fjármagna kaupin, sbr. H 2000 2090, og H 2000 4327.7 Ef á hinn bóginn er ekki sannað, að fyrirvari hafi verið gerður, eða skil- yrði sett fyrir því að samþykki öðlist réttaráhrif, þá hefur almennt verið litið svo á, að kaupsamningur hafi stofnazt, sbr.: H 1976 1030. V átti ásamt fleirum fasteign, sem áform voru uppi um að selja. Eitt af skyld- mennum hans starfaði á endurskoðunarskrifstofu, sem sinnti þjónustu fyrir hlutafélagið M. Skyldmennið ámálgaði það við fyrirsvarsmenn M, að þeir keyptu fasteignina. Rétt fyrir jól sömdu tveir fyrirsvarsmenn M og skyldmennið tilboð í fasteignina, þar sem m.a. var tilgreint kaupverð og hvernig það skyldi greiðast. Tilboðinu var komið til V og annarra eigenda eignarinnar og samþykktu þeir það sama dag. Óljóst var, hvort fyrirsvarsmenn M höfðu skoðað eignina fyrir til- boðsgerð, en eftir jólin skoðaði helzti fyrirsvarsmaður félagsins eignina og taldi að ýmis atriði væru þess valdandi að hún hentaði M ekki. Féll M frá kaupunum af þessum sökum og taldi sér það heimilt þar sem fyrirvari um síðari skoðun hefði verið gerður við tilboðsgerð og hefði tilboðið því ekki verið bindandi. Eign- in var síðar seld öðrum fyrir lægra verð og krafði V um mismun á því verði og tilboðsverði M í skaðabætur úr hendi félagsins. Var fallizt á þá kröfu, enda ekki talið sannað, að M hefði gert neina fyrirvara eða að önnur atriði ættu að leiða til þess, að tilboð félagsins væri ekki bindandi. Þegar unnt hefur verið að slá því föstu, að kaupsamningur um fasteign hafi stofnazt, er teningnum kastað, ef svo má segja, því þá er ljóst, að aðilj- arnir hafa verið taldir skuldbundnir, ekki aðeins samkvæmt efni samnings- ins, sem þeir teljast hafa gert, heldur einnig í samræmi við þær reglur, sem giltu um fasteignakaup. Um þetta má vísa til fjölda dóma, sbr. H 1985 671. B og R áttu íbúð í Reykjavík, sem þau höfðu haft til sölumeðferðar á fasteigna- sölu. A og S gerðu tilboð í eignina, sem gilda átti til kl. 10:00 þann 30. júní 1982. Þau framlengdu gildistíma þess þar til síðar sama dag. Síðdegis fengu þau upp- lýsingar um það frá starfsmanni á fasteignasölunni, að tilboð þeirra hefði verið samþykkt og undirritað af eigendum. Þau féllu þá frá fyrirvara á samþykki sínu við sölu á íbúð sem þau áttu. Enn síðar sama dag gerði H tilboð í íbúð B og R, sem var betra en tilboð A og S. Leituðu þau til A og S og óskuðu eftir því, að þau féllu frá hinu samþykkta tilboði sínu, en því höfnuðu þau m.a. með skírskotun til þess, að þau hefðu þegar samþykkt að selja sína íbúð eftir að tilboð þeirra hafði verið samþykkt. B og R samþykktu samt sem áður tilboð H og lýstu yfir riftun 7 Um slíka fyrirvara er fjallað í: Viðar Már Matthíasson: Fyrirvarar af hálfu kaupanda við fasteignakaup, Líndæla, afmælisrit Sigurðar Líndal, bls. 613 og áfram.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.