Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Side 99

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Side 99
442 kaupsamningur stofnist fyrir milligöngu umboðsmanns. Geri umboðsmaður kauptilboð fyrir hönd ótilgreinds umbjóðanda síns, sem uppfyllir efnisskil- yrði um greiðslu tilgreinds kaupverðs, sýnist ekki þurfa að liggja ljóst fyrir hver umbjóðandi hans er.11 Telja verður að afar fátítt sé að slík staða gæti komið upp, þ.e. að skriflegt tilboð sé gert fyrir hönd ónafngreinds umbjóð- anda, án þess að tilboðsmóttakandi geri kröfu til þess að fá að sjá umboðið, sem samkvæmt 2. mgr. 7. gr. verður þó að vera til skriflegt. Í H 19. október 2006, mál nr. 54/2006, var deilt um nauðsyn slíks skriflegs umboðs. Fimm aðiljar eignuðust lóðir á Selfossi sem voru síðar sameinaðar í eina, Eyr- arveg 34. Lóðin var í óskiptri sameign þeirra. Fasteignasala nokkur gerði tilboð í lóðina fyrir hönd ónafngreinds viðskiptavinar síns og beindi því til GG f.h. þinglýstra eigenda lóðarinnar. Tilboðið gilti til hádegis 21. nóvember. Þann dag gerði GG, ,,fyrir sína hönd og annarra eigenda lóðarinnar nr. 34 við Eyrarveg“ gagntilboð. Undir tilboðið ritaði GG fyrir hönd tilboðshafa skv. umboði. Hinn ónafngreindi viðskiptavinur fasteignasölunnar gaf starfsmönnum hennar fyr- irmæli um, að samþykkja gagntilboðið. Fóru þeir á heimili GG laugardaginn 23. nóvember 2002, þ.e. áður en frestur samkvæmt gagntilboði rann út, og hugð- ust afhenda honum áritað samþykki á gagntilboðið, en þá brá svo við, að GG neitaði viðtöku þess. Daginn eftir gerðu svo eigendurnir fimm, sem þá höfðu stofnað með sér félag, kaupsamning við annað félag um téða lóð. L, fasteigna- félag, sem var hinn ónafngreindi umbjóðandi, taldi að stofnazt hefði bindandi kaupsamningur um lóðina við samþykki gagntilboðsins. Höfðaði L mál á hend- ur eigendum lóðarinnar og krafðist aðallega viðurkenningar á því, að bindandi kaupsamningur hefði stofnazt um lóðina. Til vara hafði L uppi þá kröfu, að GG yrði dæmt að greiða félaginu skaðabætur, ef litið yrði svo á, að hann hefði ekki haft umboð, þótt hann segðist hafa haft það. Til þrautavara krafðist félagið þess, að viðurkennt yrði, að stofnazt hefði kaupsamningur milli þess og GG um eign- arhluta hans í lóðinni, sem var 33.33%. Stefndu kröfðust sýknu af viðurkenn- ingarkröfunni og báru fyrir sig, að þeir hefðu ekki veitt GG neitt umboð til þess að koma fram fyrir sína hönd við sölu lóðarinnar umrætt sinn. Í dómi segir, að með 1. mgr. 7. gr. laga um fasteignakaup, nr. 40/2002, hafi verið lögfest sú regla, að form kaupsamninga og tiltekið efni væri skilyrði þess, að til kaupsamnings stofnaðist um fasteign. Til samræmis við það væri mælt fyrir um í 2. mgr. 7. gr. laganna, að ef umboðsmaður kæmi fram fyrir hönd aðilja við fasteignakaup, þá skyldi umboð hans vera skriflegt. Yrði ákvæði þetta ekki skilið á annan veg en svo, að skriflegt form umboðs væri skilyrði þess, að til gilds kaupsamnings stofnaðist. Ekkert lá fyrir um, að GG hefði haft umboð í því formi, sem téð laga- ákvæði áskildi og taldi því Hæstiréttur, að sýkna bæri eigendurna af aðalkröf- unni, þegar af þessari ástæðu. Krafan um skaðabótaábyrgð GG á því, að hann reyndist ekki hafa það umboð, sem hann sagðist hafa, var reist á 25. gr. smnl. Var fallizt á, að skilyrðum skaðabótaábyrgðar GG væri í sjálfu sér fullnægt, en hann var samt sýknaður með vísan til 2. mgr. 25. gr. smnl. Var það byggt á því, að hinir sérfróðu fulltrúar L hefðu átt að gera sér grein fyrir, að umboð GG væri ekki fullnægjandi. Þá var einnig hafnað þeirri kröfu L, að til kaupsamnings hefði 11 Alþingistíðindi 2001-02, A-deild, bls. 1455.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.