Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Side 107

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Side 107
450 fasteignar og deilt um, hvaða réttaráhrif hann hefði. Hæstiréttur taldi, að túlka bæri samkomulag aðilja svo, að seljandi gæti ekki krafizt skaðabóta, þótt kaupandi félli frá tilboði sínu. Í greininni er fyrst fjallað um rétt- arástandið fyrir gildistöku fkpl., þ.e. hvað þurfti til svo kaupsamningur um fasteign teldist hafa stofnazt. Eru reifaðir ýmsir dómar Hæstaréttar um þetta álitaefni og komizt að þeirri niðurstöðu, að þá ályktun hefði mátt draga af dómum, að Hæstiréttur hefði gert þá kröfu, að ekki nægði að gert hefði ver- ið tilboð um kaup, sem samþykkt hefði verið, heldur hefði einnig þurft að semja skýrlega um fjárhæð kaupverðs. Þá er fjallað um ýmsa dóma, sem sýna þá afstöðu Hæstaréttar, sem samrýmist almennum reglum kröfuréttar, að þegar tekizt hefði samningur um kaup á fasteign, væri hann skuldbind- andi og gætu aðiljarnir ekki losnað undan skyldum sínum einhliða, nema hafa áskilið sér það sérstaklega, t.d. með því að gera fyrirvara um skuldbind- ingargildi loforðs síns. Að því búnu er gerð grein fyrir ákvæðum fkpl. um stofnun kaupsamnings um fasteign. Í 7. gr. laganna er skriflegt form kaup- samnings gert að gildisskilyrði og einnig mælt fyrir um, hvert þurfi að vera lágmarksefni slíks samnings til þess, að hann sé skuldbindandi. Samkvæmt þeim reglum þarf að liggja fyrir skriflegt tilboð um kaup fyrir tiltekið verð, sem samþykkt þarf að vera með áritun seljanda. Sé þessum skilyrðum full- nægt, er kominn á bindandi samningur. Efni þess samnings, til viðbótar því sem sérstaklega er um samið, svo sem kaupverði, ákvarðast af ákvæðum fkpl. og annarra laga og reglna, sem um þessa tilteknu tegund samninga gilda. Frá því kann þó að vera vikið með samningum, þ.e. aðiljarnir geta samið sig undan reglum fkpl. í þeim tilvikum, sem slíkt er ekki bannað, eins og gert er í neytendakaupum. Reifuð eru atvik og niðurstaða framangreinds dóms Hæstaréttar og sérstaklega fjallað um rökstuðning dómaranna fyrir niðurstöðunni. Getið er einnig sératkvæðis eins dómenda. Forsendur dóms- ins eru gagnrýndar. Komizt er að þeirri niðurstöðu, að nálgun Hæstaréttar sé ekki í samræmi við grundvallarreglur samningaréttar. Litið er svo á, að seljandi, J, hefði átt rétt til skaðabóta, hann hefði átt rétt á að velja um van- efndaúrræði vegna greiðslufalls kaupanda, þó sé vafasamt að J hefði getað krafizt efnda in natura, því aðiljarnir hefðu samið um, að ef hæstbjóðandi félli frá tilboði sínu, ætti sá, er næst hæst bauð, rétt á að leysa til sín jörðina á því verði, sem hann bauð. Þá er fjallað um málatilbúnað J og komizt að þeirri niðurstöðu, að hann hafi ekki verið í því horfi að niðurstaða Hæsta- réttar hafi verið óhjákvæmileg. HEIMILDIR: Alþingistíðindi. Andersen, Mads Bryde: Grundlæggende aftaleret, 2. útgáfa, Kaupmannahöfn 2002. Bergsåker, Trygve: Kjøp av fast eiendom med kommentarer til avhendingsloven, 4. útgáfa, Ósló 2003.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.