Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Blaðsíða 115
458
1. Skýrsla félagsstjórnar og nefnda félagsins
Formaður félagsins, Helgi Jóhannesson hrl., fór yfir helstu atriði í skýrslu
stjórnar og kom m.a. inn á að í upphafi starfsárs hefði komið fram krafa frá
16 félagsmönnum vegna gjafar til bókasafns félagsins frá tilteknu hlutafélagi.
Hafi félagsfundur verið haldinn í kjölfar þeirrar gjafar og á þeim fundi hafi
verið samþykkt að skipa nefnd sem tæki til skoðunar reglur félagsins um við-
töku styrkja, gjafa o.fl. Afrakstur þeirrar nefndar lægi fyrir fundinum. Formað-
urinn vék því næst að máli sem hlotið hefði umfjöllun fjölmiðla og tengdist
Sparisjóði Hafnarfjarðar og aðkomu tiltekinna lögmanna að því. Taldi hann
að í því reyndi á einn af hornsteinum lögmannsstarfsins sem væri trúnaðar-
skylda lögmanns við skjólstæðing. Rifjaði hann upp að stjórn félagsins hefði
gert bókun vegna þessa máls. Þá greindi formaðurinn frá því að á starfsárinu
hefði aðstaða lögmanna í Héraðsdómi Reykjavíkur verið stórbætt. Keypt hafi
verið ný húsgögn og öflug sjálfvirk kaffivél, nettengd tölva og prentari, auk
þess sem læsanlegir fataskápar hafi verið settir upp í aðstöðunni. Þá gat for-
maðurinn þess að á árinu hefði ný ritstjórn tekið við Lögmannablaðinu, formi
blaðsins verið breytt og blaðið stækkað. Einnig fjallaði formaðurinn um að
á árinu hefði félagið verið í nánu samstarfi við erlend lögmannafélög, bæði á
Norðurlöndum og á meginlandi Evrópu, m.a. í gegnum CCBE. Slíkt samstarf
væri félaginu afar mikilvægt. Þá kom formaðurinn inn á samstarf félagsins
við Dómstólaráð, Dómarafélag Íslands og dómsmálaráðuneytið og reglulega
fundi sem haldnir væru. Formaðurinn gat þess að félagið hefði orðið vart við
hina almennu deyfð í samfélaginu fyrir mætingu fólks á viðburði. Mikil sam-
keppni væri um tíma fólks og liðin tíð að menn fjölmenntu á fundi í félögum.
Benti hann á að mikilvægt væri að styrkja samskiptin milli félagsins og und-
anþágulögmanna, ekki síður en sjálfstætt starfandi lögmanna og nauðsyn þess
að allir félagsmenn tækju að fullu þátt í störfum félagsins. Að síðustu vék hann
að því sem væri framundan í starfsemi félagsins og lauk svo umfjöllun sinni á
því að þakka meðstjórnarmönnum sínum og starfsmönnum félagsins fyrir vel
unnin störf á liðnu starfsári.
2. Endurskoðaður reikningur fyrir liðið reikningsár
Ingimar Ingason, framkvæmdastjóri félagsins, gerði grein fyrir ársreikn-
ingi þess og félagsdeildar fyrir rekstrarárið 2005. Í máli Ingimars kom fram
að afkoma félagsins og félagsdeildar af starfsemi starfsársins hefði í heild ver-
ið ásættanleg og jákvæð afkoma af rekstri beggja deilda. Hafi samanlagðar
tekjur félagsins umfram gjöld numið rúmum 2,9 milljónum króna. Afkoma
lögbundna hlutans hafi verið jákvæð um tæpar 2,3 milljónir króna og félags-
deildar um rúmar 600 þúsund krónur.
3. Skýrsla styrkja- og gjafanefndar
Helga Melkorka Óttarsdóttir, hdl., formaður styrkja- og gjafanefndar, sem
samþykkt var að setja á stofn á grundvelli ákvörðunar félagsfundar félagsins