Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Síða 115

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Síða 115
458 1. Skýrsla félagsstjórnar og nefnda félagsins Formaður félagsins, Helgi Jóhannesson hrl., fór yfir helstu atriði í skýrslu stjórnar og kom m.a. inn á að í upphafi starfsárs hefði komið fram krafa frá 16 félagsmönnum vegna gjafar til bókasafns félagsins frá tilteknu hlutafélagi. Hafi félagsfundur verið haldinn í kjölfar þeirrar gjafar og á þeim fundi hafi verið samþykkt að skipa nefnd sem tæki til skoðunar reglur félagsins um við- töku styrkja, gjafa o.fl. Afrakstur þeirrar nefndar lægi fyrir fundinum. Formað- urinn vék því næst að máli sem hlotið hefði umfjöllun fjölmiðla og tengdist Sparisjóði Hafnarfjarðar og aðkomu tiltekinna lögmanna að því. Taldi hann að í því reyndi á einn af hornsteinum lögmannsstarfsins sem væri trúnaðar- skylda lögmanns við skjólstæðing. Rifjaði hann upp að stjórn félagsins hefði gert bókun vegna þessa máls. Þá greindi formaðurinn frá því að á starfsárinu hefði aðstaða lögmanna í Héraðsdómi Reykjavíkur verið stórbætt. Keypt hafi verið ný húsgögn og öflug sjálfvirk kaffivél, nettengd tölva og prentari, auk þess sem læsanlegir fataskápar hafi verið settir upp í aðstöðunni. Þá gat for- maðurinn þess að á árinu hefði ný ritstjórn tekið við Lögmannablaðinu, formi blaðsins verið breytt og blaðið stækkað. Einnig fjallaði formaðurinn um að á árinu hefði félagið verið í nánu samstarfi við erlend lögmannafélög, bæði á Norðurlöndum og á meginlandi Evrópu, m.a. í gegnum CCBE. Slíkt samstarf væri félaginu afar mikilvægt. Þá kom formaðurinn inn á samstarf félagsins við Dómstólaráð, Dómarafélag Íslands og dómsmálaráðuneytið og reglulega fundi sem haldnir væru. Formaðurinn gat þess að félagið hefði orðið vart við hina almennu deyfð í samfélaginu fyrir mætingu fólks á viðburði. Mikil sam- keppni væri um tíma fólks og liðin tíð að menn fjölmenntu á fundi í félögum. Benti hann á að mikilvægt væri að styrkja samskiptin milli félagsins og und- anþágulögmanna, ekki síður en sjálfstætt starfandi lögmanna og nauðsyn þess að allir félagsmenn tækju að fullu þátt í störfum félagsins. Að síðustu vék hann að því sem væri framundan í starfsemi félagsins og lauk svo umfjöllun sinni á því að þakka meðstjórnarmönnum sínum og starfsmönnum félagsins fyrir vel unnin störf á liðnu starfsári. 2. Endurskoðaður reikningur fyrir liðið reikningsár Ingimar Ingason, framkvæmdastjóri félagsins, gerði grein fyrir ársreikn- ingi þess og félagsdeildar fyrir rekstrarárið 2005. Í máli Ingimars kom fram að afkoma félagsins og félagsdeildar af starfsemi starfsársins hefði í heild ver- ið ásættanleg og jákvæð afkoma af rekstri beggja deilda. Hafi samanlagðar tekjur félagsins umfram gjöld numið rúmum 2,9 milljónum króna. Afkoma lögbundna hlutans hafi verið jákvæð um tæpar 2,3 milljónir króna og félags- deildar um rúmar 600 þúsund krónur. 3. Skýrsla styrkja- og gjafanefndar Helga Melkorka Óttarsdóttir, hdl., formaður styrkja- og gjafanefndar, sem samþykkt var að setja á stofn á grundvelli ákvörðunar félagsfundar félagsins
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.