Bændablaðið - 12.01.2023, Qupperneq 6

Bændablaðið - 12.01.2023, Qupperneq 6
6 Bændablaðið | Fimmtudagur 12. janúar 2023 Líkt og frægur maður sagði eitt sinn, þá sækjum við Íslendingar styrkleika okkar í tölfræði. Við erum best í heiminum, miðað við höfðatölu. Á Íslandi erum við einnig með flesta nóbelsverðlaunahafa, miðað við höfðatölu og á Íslandi er gnótt grænnar orku, miðað við höfðatölu! Hvert mannsbarn á Íslandi veit að hér á landi erum við í sérstöðu, búandi að umhverfisvænni orku sem felur ekki í sér losun koltvísýrings eða mengunar. Þessa umhverfisvænu orku sækjum við í fallandi vatnsaflið og jarðvarmann og styðjum þar m.a. við matvælaframleiðslu, bæði í landbúnaði og sjávarútvegi. Við orkuskipti á landsvísu stefnum við hraðbyri í átt að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda. Það var því mikill áfangi hjá umhverfisráðherra að koma í gegnum þingið þriðja áfanga rammaáætlunar sem samþykktur var af Alþingi í júní á síðasta ári. Með áætluninni um vernd og nýtingu landsvæða verður þar með hægt að ná yfir helstu orkuauðlindir landsins og taka tillit til ólíkra hagsmuna á breiðum grundvelli. Sérstaða íslenskrar landbúnaðarframleiðslu Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að íslenskur landbúnaður, sjávarútvegur og fiskeldi séu þungamiðja innlendrar matvælaframleiðslu sem efld verði á kjörtímabilinu. Neytendur sýna í sífellt stærra mæli aukinn áhuga á hreinum afurðum, sem framleiddar eru með endurnýjanlegri orku og grunnu kolefnisspori á Íslandi. Þar með skapast mikil sóknarfæri í framleiðslu matvæla og ýmissa hliðarafurða. En það er með öllu tilgangslaust að tala um sóknarfæri og sérstöðu íslenskrar landbúnaðarframleiðslu með tilliti til grænnar orku ef orkuöryggið er ekki til staðar. Við þurfum að byggja upp sterkt flutningskerfi sem er viðnáms- og áfallaþolið enda erum við staðsett við 66° norðlægrar breiddargráðu, þar sem langflestir Bolvíkingar eru búsettir eins og maðurinn sagði eitt sinn. Í stjórnarsáttmálanum kemur jafnframt fram að á kjörtímabilinu sé stefnt að aukinni lífrænni ræktun. Það raungerist ekki án grænnar orku. Það sló mig því óneitanlega þegar tilkynnt var um það að Landsvirkjun hætti um liðin áramót að afhenda græn vottorð til smásala raforku á Íslandi án endurgjalds. Þess í stað verða þessi vottorð seld á evrópskum markaði. Samkvæmt fréttum RÚV okkar landsmanna allra, þýðir þetta að íslensk smásölufyrirtæki, eins og Orka náttúrunnar, HS Orka og fleiri mega ekki markaðssetja þá orku sem keypt er af Landsvirkjun sem græna orku nema að greiða fyrir það sérstakt gjald. Að sama skapi geta fyrirtæki sem framleiða vörur með grænni orku ekki auglýst að varan sé framleidd úr grænni orku nema að hafa verslað sér vottun. Þetta hefur því bein áhrif á okkar atvinnugrein sem samanstendur af landeldi og landbúnaði. Aukinn kostnaður Staðan er raunverulega sú að ef smásölufyrirtæki raforku og þar með notendurnir sjá ekki hag sinn í því að versla vottun geta þeir að sjálfsögðu ekki nýtt hana á sínar vörur. Fram hefur komið að markaðsvirði þessara vottana sé um 1,3 krónur á kílóvattstund. Fyrir meðalgarðyrkjustöð er það um 4-5 millj. kr. í aukinn framleiðslukostnað ár hvert, þar sem launakostnaður er stærsti einstaki kostnaðarliðurinn í greininni. Í garðyrkjunni eru um 200 fyrirtæki starfrækt á Íslandi en þeim hefur fækkað. Þá hefur raforkuverð til garðyrkju lítið breyst undanfarið en ljóst að hagurinn af því að markaðssetja vöru sem lífræna eða framleidda undir formerkjum grænnar orku er fokið út í veður og vind. „Tækifærin okkar liggja í orkunni“ segja allir. En er það raunin? Bændablaðið kemur út 23 sinnum á ári. Því er dreift ókeypis á yfir 400 stöðum á landinu og á öll lögbýli landsins. Lesendur geta einnig gerst áskrifendur að blaðinu og fengið það sent heim í pósti gegn greiðslu burðargjalds. Árgangurinn (23. tölublöð) kostar þá kr. 14.900 með vsk. (innheimt í tvennu lagi). Ársáskrift fyrir eldri borgara og öryrkja kostar 11.900 með vsk. Heimilisfang: Bændablaðið, Borgartúni 25, 4. hæð - 105 Reykjavík. Sími: 563 0300 – Kt: 631294–2279 Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. − Málgagn bænda og landsbyggðar − LEIÐARI Verklag og forgangsröðun Í þessu fyrsta tölublaði Bændablaðsins árið 2023 má finna sögu bænda á Suðurlandi sem segja farir sínar ekki sléttar í samskiptum við Matvælastofnun (MAST). Ákvörðun um að veita þeim Ragnari og Hrafnhildi, bændum á Litla- Ármóti, ekki undanþágu, því þau notuðust við eyrnamerki á nautgrip sem MAST taldi ekki samræmast reglugerð, dró dilk á eftir sér. Sú túlkun, að eyrnamerkin væru svo ótæk að fleygja þurfti heilum nautsskrokk í flýti, kom bændunum að óvörum. Þau reyndu að bregðast fljótt við og finna lausnir en MAST stóð keik við ákvörðun sína og úr varð ellefu mánaða langt málaferli. Ákvörðun MAST hefur nú verið úrskurðuð ógild hjá matvælaráðuneytinu og geta bændurnir nú sótt skaðabætur. Fleiri slík mál eru í ferli. Að tryggja uppruna matvæla er tilgangur reglugerðar um merkingu búfjár og sýnt þótti að þrátt fyrir að téður nautgripur hafi verið merktur með handskrifuðu gripanúmeri, léki enginn vafi á uppruna hans. Þykir því furðulegt að MAST skyldi bera fyrir sig túlkun sína á sömu reglugerð og ganga langt í rökræðum um óafmáanleika prentstafa. Tilgangurinn helgaði ekki meðalið. Meðan á merkingarmálaferlunum stóð, með tilheyrandi notkun á tíma og fjármunum stofnunarinnar, komst upp um stórfellt dýraníð í Borgarfirði. Áhyggjufullir íbúar sögðust hafa sent ábendingar gegnum tilkynningahnapp vefsíðu MAST þegar þeir urðu varir við illa meðferð á hrossum í hesthúsi í Borgarnesi. Þessar ábendingar finnast hvergi, þeir sem þær sendu fengu engar staðfestingar á tilkynningum sínum og MAST virðist ekki hafa móttekið ákall um aðgerðir fyrr en málið komst í hámæli í fjölmiðlum. Stofnunin hefur verið gagnrýnd harðlega fyrir seinlæti í þessu stóra máli. Talsmenn hennar hafa gefið út að hún fylgi útgefnu verklagi við eftirlit, eftirfylgni, beitingu þvingana og refsinga samkvæmt lögum og reglugerðum og að hún hafi gert það í þessu máli. Þetta er jú ríkisstofnun, sem verður að fylgja þeim verklagsreglum sem þeim er sett í hvívetna. „Ég hef svolítið verið að reyna að skilja starfsemi Matvælastofnunar en margt er þar sem er erfitt að átta sig á. Ef maður spyr hvort Matvælastofnun hafi nægilegar valdheimildir til að bregðast við í dýraverndarmálum þá eru svörin jafn mörg og ólík og fólkið sem maður talar við. Sama á við um það hvort Matvælastofnun vanti fjármuni til að ráða fleira fólk, þá eru svörin annaðhvort að það vanti ekki fólk eða að það sé svo mikið að gera að fólkið nái ekki að sinna verkefnunum,“ segir Hilmar Vilberg Gylfason lögfræðingur hér í blaðinu. Yfirstandandi úttekt Ríkisendurskoðunar á störfum MAST mun vonandi leiða í ljós hvort og þá hvar potturinn sé brotinn í starfsemi og verklagi stofnunarinnar. Þarf MAST skýrari valdheimildir og verkferla til að bregðast fumlaust við þegar viðamikil dýraverndarmál eru annars vegar? Þarf betri og skýrari tilgang þeirra reglugerða sem farið er eftir? Þarf aukinn mannafla inn í þessa mikilvægu stofnun? Eitthvað þarf að bæta, því á meðan stofnunin gekk hart fram í máli sem virðist þó nokkuð borðleggjandi þegar í það er rýnt, þá endurspeglast ákveðin vangeta í svifaseinum viðbrögðum þegar stærra og viðameira mál er annars vegar. Guðrún Hulda Pálsdóttir ritstjóri. Út í veður og vind GAMLA MYNDIN Ritstjóri: Guðrún Hulda Pálsdóttir (ábm.) gudrunhulda@bondi.is – Sími: 563 0300 – Blaðamenn: – Ástvaldur Lárusson astvaldur@bondi.is – Hulda Finnsdóttir hulda@bondi.is - Sigrún Pétursdóttir sigrunpeturs@bondi.is – Sigurður Már Harðarson smh@bondi.is – Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is Auglýsingastjóri: Þórdís Una Gunnarsdóttir thordis@bondi.is – Sími: 563 0303 Netfang auglýsinga: thordis@bondi.is − Vefur blaðsins: www.bbl.is − Netfang blaðsins: (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Frágangur fyrir prentun: Sigrún Pétursdóttir – Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Dreifing: Landsprent og Íslandspóstur. ISSN 1025-5621 Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands gunnar@bondi.is Frá Búnaðarþingi 1949 sem haldið var á Egilsstöðum. Mynd / Myndasafn Bændasamtaka Íslands „Í garðyrkjunni eru um 200 fyrirtæki starfrækt á Íslandi en þeim hefur fækkað. Þá hefur raforkuverð til garðyrkju lítið breyst undanfarið en ljóst að hagurinn af því að markaðssetja vöru sem lífræna eða framleidda undir formerkjum grænnar orku er fokið út í veður og vind.“ Mynd / ghp
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.