Bændablaðið - 12.01.2023, Síða 29
29Bændablaðið | Fimmtudagur 12. janúar 2023
Okkur tókst
að fá
aukasendin
gu og
vallarbraut.is S-4540050 vallarbraut@vallarbraut.is Trönuhrauni 5 220 Hafnarfirði
SOLIS 26 HST með
stiglausri vökvaskiptingu
VERÐ: 1.865.000+vsk
Með ámoksturstækjum
2.480.000+vsk
SOLIS 90
Væntanleg
SOLIS 50
Væntanleg
Solis mest selda dráttarvélin 3ja árið í röð
www.vallarbraut.is
Trönuhraun 5, 220 Hfj
S: 454-0050
Eigum vélar á lager
Við
þökkum
viðskiptin á
liðnu ári
Landbúnaðarverðlaun
matvælaráðuneytisins
Matvælaráðherra veitir landbúnaðarverðlaun árlega í tengslum
við Búnaðarþing.
Úthlutunarnefnd á vegum matvælaráðuneytisins óskar eftir
tilnefningum um bændabýli, önnur landbúnaðarfyrirtæki
eða félög sem talin eru hafa verið á einhvern hátt til fyrir-
myndar í íslenskum landbúnaði á næstliðnu ári.
Stutt greinargerð skal fylgja með tilnefningum. Þar skulu
koma fram helstu upplýsingar um starfsemi tilnefndra ásamt
rökstuðningi fyrir tilnefningunni. Verðlaunahafar geta verið
allt að þrír og mun úthlutunarnefndin velja verðlaunahafa.
Við valið er litið til þátta eins og frumkvöðlastarfs, nýjunga
í starfsháttum eða annars árangurs sem getur verið öðrum
fyrirmynd í landbúnaði svo sem á sviði umhverfisstjórnunar,
loftslagsmála, ræktunarstarfs eða annarra þátta í starfseminni.
Tillögur skulu berast eigi síðar en 1. mars 2023, merktar
„Landbúnaðarverðlaun“ á netfangið mar@mar.is eða bréflega
til matvælaráðuneytisins, Borgartúni 26, 105 Reykjavík.
Ráðherra landbúnaðarmála veitti landbúnaðarverðlaun fyrst
1997 og þau hafa verið veitt flest ár síðan eða alls í 24 skipti.
Stjórnarráð Íslands
Matvælaráðuneytið
Hafrannsóknastofnun:
Kaldsjávarspendýr
og fiskar leita norðar
Breytingar í sjávar-
vistkerfum hafa leitt
til þess að óvæntur
fjöldi langreyða og
hnúfubaka hafa
haldið til undanfarin
ár á áður ísilögðum
hafsvæðum við
Suðaustur-Grænland.
Bendir það til þess
að umhverfisskilyrði
og vistkerfi hafi farið
fram yfir ákveðinn
vendipunkt. Í umfjöllun á vef
Hafrannsókna-stofnunar segir að
vistkerfi við Suðaustur-Grænland
einkenndust af miklu magni af rekís
en hafa breyst mikið undanfarin ár
og áratugi í átt að tempraðra kerfi
með auknum sjávarhita og minni
hafís sem nú er nánast horfinn yfir
sumarmánuðina.
Breytingar að þessu tagi gera
svæðið að hentugra búsvæði fyrir
hvalategundir eins og langreyði og
hnúfubak, auk makríls, túnfisks og
annarra uppsjávarfisktegunda en
fækkað hefur í stofnum norðlægari
tegunda á svæðinu, eins og náhvala
og rostunga. Víðtækar breytingar
á vistkerfum eins og þessar kallast
„regime shift” á ensku, og geta verið
óafturkræfar þegar kerfi fara fram
fyrir ákveðinn vendipunkt. Þættir
eins og hörfun hafíss geta haft
víðtæk áhrif á vistkerfi á stórum
hafsvæðum. Þetta eru niðurstöður
nýrrar vísindarannsóknar sem
birtar voru í Global Change
Biology. Rannsókninni var stýrt
af Mads Peter Heide Jørgensen
hjá Greenland Institute of Natural
Resources í Danmörku, í samvinnu
við vísindamenn frá Danmörku,
Grænlandi, Bandaríkjunum og
Íslandi.
Rannsóknin byggir á fjölmörgum
langtímaathugunum, þar á meðal
mælingum á stofnstærð og
útbreiðslu hvala- og fisktegunda,
athugunum á hafís og mælingum
á hita og seltu sjávar. Mæligögn
frá stöðinni Faxaflói 9 sem
Hafrannsóknastofnun aflaði
síðastliðin 50 ár í reglubundnum
mælingum á ástandi sjávar voru
notuð til að meta breytingar á
hitastigi og seltu í Irmingerhafinu.
Mælingar Hafrannsóknastofnunar
á makríl og loðnu voru nýttar í
að kortleggja breytta útbreiðslu
uppsjávarfiska í tengslum við
hækkandi hitastig sjávar.
Samkvæmt því sem segir á
Heimasíðu Hafró á hvarf hafíssins
við Suðaustur-Grænland sér engin
fordæmi undanfarin 200 ár þegar
mælingar á hafís að sumarlagi lágu
fyrir á þessu svæði. /VH
Hnúfubakur leitar norðar með hækkandi sjávarhita.
Mynd / wikipedia