Bændablaðið - 12.01.2023, Page 30

Bændablaðið - 12.01.2023, Page 30
30 Bændablaðið | Fimmtudagur 12. janúar 2023 Lukas Jokumssen er 22 ára Dani , sem keypti í sumar kúabúið Voð- múlastaði í Austur-Landeyjum, af þeim Hlyni Snæ Theódórssyni og Guðlaugu Björk Guðlaugsdóttur. Á Voðmúlastöðum hefur verið rekið myndarlegt kúabú, en á síðasta ári voru Voðmúlastaðir 10. nythæsta bú landsins, með 8.117 kíló eftir hverja árskú. Bætt aðstaða „Það gengur allt vel, núna er ég bara á fullu við að smíða 11 nýja bása inn í nýrra fjósið og var reyndar að flytja róbótann úr gamla fjósinu í það nýja. Fjósin liggja saman en ég ætla að nota líka eldri hlutann og því þarf ég að uppfæra hann dálítið. Svo, eftir svona tíu ár, byggjum við kannski alveg nýtt og stórt fjós. Svo eru verkefni fram undan í að laga aðstöðuna fyrir geldkýrnar,“ segir Lukas, sem segist ekkert hafa verið einmana á bænum á aðventunni. „Það er góður friður hér til að vinna enda þarf ég að koma ýmsu í verk fyrir utan hefðbundin bústörf. Ég fékk reyndar föður minn í heimsókn um jólin sem hjálpaði til við að koma upp þessum básum.“ Í verklegu námi á Seljavöllum Lukas kom til Íslands fyrir um tveimur árum til að taka verklega hlutann af búfræðinámi sínu í Danmörku. Hann dvaldi fyrst í hálft ár við nám á Seljavöllum í Hornafirði, snéri til Danmörku að því loknu til að ljúka búfræðinámi sínu en fór svo aftur á Seljavelli og starfaði þar í eitt ár. Hann segist ekki eiga neinar beinar rætur í landbúnaði í Danmörku en einhver ættmenni leggi þó stund á búskap. „Ég hef alltaf haft áhuga á landbúnaði og stefnt að því að verða bóndi, en ég hef helst ekki viljað stunda hann í Danmörku. Það er svo rosalegt vesen,“ segir Lukas og vitnar til þess skrifræðis sem þar ríkir. „Hér á Íslandi er ég kominn í frelsið og ég lendi oft í því að þurfa að útskýra fyrir bændum hér að þeir hafi það bara mjög gott, miðað við í Danmörku í það minnsta. Það er líka miklu auðveldara að hefja búskap hér.“ Markviss stækkun Að sögn Lukasar fjármagnar hann kaupin á Voðmúlastöðum annars vegar með láni frá Byggðastofnun og hins vegar láni frá föður sínum, sem rekur verktakafyrirtæki í Danmörku. Hann tók formlega við jörðinni í júlí og stefnir hann á að fjölga mjólkandi kúm á næstu misserum. Við yfirtökuna á búskapnum tók hann við 38 kúm frá fyrri eigendum, er kominn með 49 mjólkandi kýr núna en ætlar á næstu mánuðum að fjölga þeim upp í sextíu. „Nytin hefur lækkað talsvert hér frá því að ég tók við, alveg niður í 23 lítra að meðaltali á kú yfir daginn frá um 28 lítrum þegar Hlynur og Guðlaug voru hér. Það er út af því að ég hef minnkað kjarnfóðurgjöf talsvert vegna þess hversu fóðrið hefur hækkað rosalega í verði. Ég á samt von á því að heildarútkoman verði góð hjá mér til lengri tíma litið – og að mjólkin verði í úrvalsflokki,“ segir hann. Íslenskar kýr í of góðum holdum Lukas hefur mjög ákveðnar skoðanir á kúabúskapnum og hvernig hann vill byggja upp sinn búrekstur. Ætlunin sé að bæta eitt og annað á næstu mánuðum og til dæmis verði vatnsdýnur fljótlega lagðar á 56 bása en hann áætlar að það eitt og sér ætti að getað skilað um tíu prósenta meiri nyt. Hann segir að aðbúnaður og LÍF&STARF BYKO býður nú ýmsar stærðir steinbita fyrir nautgripi á lager Hvort sem verið er að endurnýja eldri fjós eða byggja nýtt bjóðum við steinbita sem henta fyrir öll verkefni. Steinbitarnir eru framleiddir í vottuðum verksmiðjum og uppfylla allar kröfur um evrópustaðla. Steinbitana er mögulegt að fá fyrir allt að 6 tonna öxulþunga. Við bjóðum einnig sérsniðin velferðagólf fyrir steinbita. GÓLF Í GRIPAHÚS NAUTGRIPIR, SVÍN OG SAUÐFÉ Til á lager bondi@byko.is Austur-Landeyjar: Ungur Dani kaupir Voðmúlastaði – Lukas Jokumssen er með skýra framtíðarsýn um hagkvæman búrekstur Sigurður Már Harðarson smh@bondi.is Lukas Jokumssen er 22 ára Dani sem keypti í sumar Voðmúlastaði í Austur-Landeyjum. Myndir / smh Fjárhundurinn Spori er á Voðmúlastöðum. Honum líkaði ekki lífið hjá fyrri eigendum í þéttbýlinu en kann mjög vel við sig hjá nautgripunum. Lukas vann hörðum höndum að því að bæta ellefu básum við nýja fjósið þegar blaðamann bar að garði, enda ætlar hann að fjölga mjólkandi kúm upp í 60.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.