Bændablaðið - 12.01.2023, Síða 36

Bændablaðið - 12.01.2023, Síða 36
36 Bændablaðið | Fimmtudagur 12. janúar 2023 LÍF&STARF Morðið í Naphorni er átakanleg saga um síðustu aftökuna á Austurlandi 1786. Skáldsaga byggð á sannsögulegum atburðum. Í sögunni er dregið fram áhrifamikið örlagadrama um þrjá drengi sem struku úr vistarböndum og áttu sér draum um frelsi á fjöllum, sem snýst upp í hryllilegt morð og svik. Í kjölfarið var síðasta aftakan á Austurlandi framkvæmd, sem var jafnframt ein hrottalegasta aftaka sem farið hefur fram á Íslandi, þegar 23 ára gamall, ólæs, fáfróður og einfaldur drengur var hálshöggvinn. Notuð var bitlaus exi svo höggva þurfti sjö sinnum áður en höfuðið losnaði af búknum. /VH Hafberg Þórisson, garðyrkju- maður og forstjóri garðyrkju- stöðvarinnar Lambhaga, hlaut riddarakross hinnar íslensku fálka- orðu 1. janúar síðastliðinn fyrir frumkvöðlastarf í ræktun og vistvænni grænmetisframleiðslu. Alls hlutu fjórtán einstaklingar fálkaorðuna að þessu sinni. „Fyrir mér er þetta góð viðurkenning á baslinu og að vera alltaf moldugur með sorgarrendur og í vaðstígvélum og fyrir það er ég þakklátur. Ég vissi að vegna tilefnisins yrðu allir á staðnum í fínum fötum þannig að ég fór úr vinnugallanum og í mitt fínasta púss. Þrátt fyrir það tafðist ég aðeins vegna þess að það bilaði hjá mér rör sem þurfti að laga áður en ég mætti út á Bessastaði.“ Upphefð fyrir starfið í moldinni Hafberg sagði í samtali við Bændablaðið að vissulega væri gaman að hljóta þessa virðingu og upphefð fyrir starf sitt í moldinni. „Ég veit ekki hver eða hverjir það voru sem tilnefndu mig en ég frétti nokkrum dögum eftir orðuveitinguna að það hafi einhverjir verið að forvitnast um starfsferil minn og að það var haft samband við Guðna Ágústsson og hann á örugglega einhvern hlut í þessu. Það var svo þremur dögum fyrir jól að ég frétti af veitingunni.“ Aðspurður segir Hafberg að hann hafi ekki nokkurn tíma velt fyrir sér hvort hann fengi fálkaorðuna. „En að sjálfsögðu er ég smá montinn með að hafa fengið hana.“ Heiðursviðurkenning veitt einstaklingum Hin íslenska fálkaorða er íslensk heiðursviðurkenning veitt ein- staklingum, bæði íslenskum og erlendum. Nýjum orðuhöfum er oftast veitt viðurkenningin þann 1. janúar eða 17. júní. Orðan var stofnuð af Kristjáni X. þann 3. júlí 1921 til að sæma þá sem hafa eflt hag og heiður Íslands. Forseti Íslands afhendir orðuna en orðuhafar eru valdir af orðunefnd. Samningur milli nokkurra ríkja vegna heimsókna þjóðhöfðingja og orðuveitinga tengdum þeim er einnig ábyrgur fyrir stórum hluta orðuveitinga. Við andlát orðuhafa ber svo afkomendum að skila orðunni þó að það muni sjaldan gert. Ein orða nýtur þó undantekningar frá þessu, stórkross sem átti að veita Jóhannesi Kjarval 1965 en hann afþakkaði. Sættir náðust þó með því að orðan var varðveitt í Listasafni Íslands en Jóhannes vildi aldrei fá hana í hendur. /VH Hafberg Þórisson garðyrkjumaður hlaut riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu 1. janúar. Á myndinni er einnig Hauður Helga Stefánsdóttir, eiginkona hans. Mynd / Aðsend Fálkaorðan: „Viðurkenning fyrir að vera moldugur og á vaðstígvélum“ Morðið í Naphorni: Síðasta aftakan á Austurlandi Annað tölublað skógræktar- ritsins 2022 kom út skömmu fyrir síðustu jól. Að venju eru í ritinu fjöldi áhugaverðra greina sem tengjast skógrækt og ræktun. Þar á meðal er grein um áhrif skjóls á nærviðri og plöntuvöxt, skógrækt á vonlausum svæðum og um sedrusviði Atlasfjalla og pálmalundi í Sahara. Brynjólfur Jónsson segir frá tré ársins sem árið 2022 var sitkagreni skammt frá Systrafossi við Kirkjubæjarklaustur. Tréð er jafnframt hæsta tré landsins. Benedikt Erlingsson birtir hugleiðingu sem hann kallar Predikun fyrir trúða. Sagt er frá aðalfundi Skógræktarfélags Íslands 2022 sem haldinn var í Hlégarði í Mosfellsbæ í september síðastliðinn og umfjöllunarefni fundarins og niðurstöðu kosninga í stjórn og nefndir. Í ritinu er einnig að finna minningu um fjóra merka drifkrafta í skógrækt auk þess sem farið er yfir skógræktarárið 2021 Skógræktarritið kemur út tvisvar á ári og er eina fagrit landsins sem fjallar sérstaklega um skógrækt og málefni henni tengdri. / VH Skógræktarritið: Tré ársins og pálmar í Sahara Þingvellir í íslenskri myndlist er án efa glæsilegasta bókin sem kom út á síðasta ári. Í bókinni, sem er í stóru broti, er að finna myndir af 269 verkum eftir 104 listamenn sem tengjast Þingvöllum og sögu staðarins. Þingvellir hafa lengi verið vinsælt viðfangsefni íslenskra og erlendra myndlistar- manna. Í bókinni er í fyrsta sinn gefið ítarlegt yfirlit um íslenska myndlist tengda Þingvöllum og þróun hennar í gegnum tímann, allt frá elstu myndum til dagsins í dag. Unnið var mikið starf við söfnun, skráningu og ljósmyndun listaverka sem fjalla um náttúru og sögu Þingvalla í fortíð og nútíð. Auk verka gömlu meistaranna er að finna fjölda smáverka, teikninga, vatnslitaskissa, pennateikninga og grafíkverka sem tengjast Þingvöllum í bókinni. Glæst fortíð, þögn og sársauki Í kynningu með bókinni segir að með verkum sínum hafa myndlistarmenn kennt okkur að meta náttúrufegurð Þingvalla en þeir hafa líka gert sögu Þingvalla að viðfangsefni, dregið upp myndir af glæstri fortíð og jafnframt kafað í þögn og sársauka. Í umfjölluninni er fléttað saman myndum um þjóðlíf á Þingvöllum. Meðal annars eru myndir með sögulega vísan, myndir um ferðalög um svæðið, myndir um nytjar vatnsins, búskap, berjatínslu og myndir sem tengjast álfa- og huldufólkstrú Íslendinga. Auk þess sem lífið í hrauninu, mosinn, stórar og smáar bergmyndanir, kjarr, blóm og litbrigði vatnsins og haustlitanna fá sinn sess. Samstarfsverkefni Alþingis og Hins íslenska bókmenntafélags Útgáfa bókarinnar var samþykkt af Alþingi einróma 17. júlí 2018 á 100 ára afmæli fullveldis. Um er að ræða samstarfsverkefni Alþingis og Hins íslenska bókmenntafélags. Ritstjórar eru Aðalsteinn Ingólfsson og Sverrir Kristinsson. Bókin er sannarlega glæsilegur gripur fyrir áhugafólk um myndlist og þeirra sem láta sér sögu Þingvalla og myndlistar varða. Hún er í stóru broti þar sem myndir og texti njóta sín vel. /VH Þingvellir í íslenskri myndlist: Helgistaður allra Íslendinga Á forsíðu bókarinnar er verk Jóhannesar Kjarvals, Andlit á Þingvöllum, um 1955. Útgáfu bókar í lærdómsritaröð Hins íslenska bókmenntafélags er alltaf spennandi og henni ber að fagna. Nýjasta ritið í ritröðinni er Þroskasaga Haís Ibn Jaqzan eftir Ibn Túfaíl. Eyjólfur Kjalar Emilsson þýðandi segir í inngangi að verkið sé af mörgum talið fyrsta heimspekilega skáldsagan og eitt sérstæðasta ritið sem blómleg miðaldamenning íslam gaf af sér. Í kynningu segir að saga Haís sé frumleg tilraun til að svara spurningunni um hvernig mannskepnan sé í eðli sínu. Hún gerir ráð fyrir að til sé hinn náttúrulegi maður, með öllu ósnortinn af samfélaginu og sameinar aristótelísk- nýplatónskri heimspeki íslamskri dulhyggju. Áhrifamikil saga Þroskasagan kom fyrst út á arabísku upp úr 1170 í Marrakess sem í dag er í Marokkó. Sagan varð fljótt vinsæl í arabískumælandi löndum og síðar einnig víða um Evrópu þar sem hún hafði talsverð áhrif á heimspeki Vesturlanda. Bretinn Daniel Defoe er einn af þeim sem stóð að útgáfu bókarinnar á ensku og er talið að hún sé að hluta hugmyndin að baki skáldsögunni um Róbinson Krúsó. Í stuttu máli fjallar sagan um ævi og þroska Haís Ibn Jaqzan, sem rekur á land á mannlausri eyju við miðbaug eða verður til úr leir. Sagt er frá því er hann elst upp og fær næringu frá hind sem elur hann upp. Haís er eðlisgreindur, e f t i r t e k t a r - samur, forvitinn og fljótur að læra. Með sjálfsnámi kynnir hann sér eðli náttúrunnar. Smám saman og með aukinni þekkingu beinist hugur hans að guðdóminum og því sem er hin nauðsynlega vera. Þegar líður á söguna kynnist Haís í fyrsta sinn annarri mannveru sem kennir honum að tala og saman fara þeir af eyjunni þar sem Haís þyrstir í að kynnast mannfólkinu og hugsun þess. Vonbrigði með mannkynið Haís kynnist þeim sem eiga að vera afburðamenn og taka þeir því sem hann hefur að segja vel. Fljótlega fer Haís að efast um hæfileika mannsins til andlegs þroska og í hans augum eru mennirnir ófullkomnir. „Hvað er meira lýjandi, í hvaða dýpri vesaldóm getur maður sokkið en að telja upp allt sem hann hefur gert frá því hann reis úr rekkju og þangað til hann gekk til náða án þess að finna þar á meðal eitt einasta verk sem þjónar ekki einhverju auvirðilegu markmiði í skynheimum: auðsöfnunar, sældarlíferni, svölun ástríðanna, útrásar, reiði, að tryggja stöðu sína, að viðhafa helgisiði til að ganga í augu fólks eða bara til að bjarga eigin skinni. Allt þetta er ekki annað en skýjaklakkar yfir hafdjúpunum.“ Niðurstaða þroskasögunnar er sú að líkaminn er aðeins verkfæri lífsandans. /VH Lærdómsrit: Þroskasaga Haís Ibn Jaqzan

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.