Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 29.11.1976, Blaðsíða 16
ingarinnar látist frá því er 32. þing Alþýðusambandsins var háð
fyrir fjórum árum. Vér minnumst þeirra allra með virðingu og
þökkum fyrir þau störf, sem þeir, hver um sig og allir sameiginlega,
lögðu af mörkum í þágu baráttu samtaka vorra, og þeim til heilla.
Vér vottum aðstandendum þeirra og ástvinum, sem sárast hafa átt
um að binda, dýpstu samúð vorra allra.
Engin tök eru á að nefna hér nöfn allra þeirra, er fulla verð-
skuldun ættu til, en örfáir skulu þó nefndir, og þá helst þeir, sem
átt hafa sæti á ASl-þingum:
Signrður Guðnason, lengi formaður Verkamannafélagsins Dags-
brúnar og alþingismaður, var um áratugaskeið einn fremsti forustu-
maður íslenskrar verkalýðshreyfingar, ástsæll og virtur foringi.
Anna Pétursdóttir og Sigurrós Sæmundsdóttir, mæðgur í Kefla-
vík, sem báðar létust samtímis í hryggilegu bifreiðarslysi. Anna
Pétursdóttir hafði lengi gegnt með sóma formennsku í Verkakvenna-
félagi Keflavíkur og Njarðvíkur, og átti setu á ASÍ-þingum, en
Sigurrós hafði tekið við störfum móður sinnar, er dauða þeirra
bar að.
]óna Benónýsdóttir, gjaldkeri og fulltrúi á skrifstofu ASÍ, varði
stærstum hluta starfsævi sinnar í þágu verkalýðshreyfingarinnar,
og naut ótvíræðrar virðingar og trausts fyrir störf sín öll.
Oskar Guðnason, fv. formaður Hins íslenska prentarafélags, virt-
ur forustumaður stéttar sinnar.
Guðmundur Kristinn Ólafsson, stofnandi og einn ágætasti foringi
Verkalýðsfélags Akraness um áratuga skeið og allt til dánardægurs.
Jóhann Elíasson, fv. formaður Sveinafélags húsgagnbólstrara.
Guðmundur Gíslason, fv. formaður Sjómannafélags ísafjarðar,
fórst með skipi sínu Guðbjörgu í fárviðri ásamt tveimur félögum
sínum.
12