Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 29.11.1976, Blaðsíða 98
Það er álit þingsins, að íslenskur iðnaður búi ekki við hliðstæð
skilyrði varðandi tollamál og aðgang að fjármagni eins og hinar
meginatvinnugreinarnar, sjávarútvegur og landbúnaður. Þessu telur
þingið að verði að breyta og skapa verði iðnaðinum góð vaxtarskil-
yrði.
Verslun og þjónusta eru mikilvægir þættir í nútímaþjóðfélagi.
Þingið ítrekar hins vegar nauðsyn þess, að öllum milliliðakostnaði
sé haldið í skefjum, þannig að gróðahagsmunir og skipulagsleysi
spenni ekki upp verðlag í landinu.
Atvinnuþátttaka giftra kvenna hefur aukist hröðum skrefum und-
anfarin ár og störf þeirra utan heimilis verða stöðugt mikilvægari
bæði fyrir fjárhag heimilisins og atvinnulífið. Það er brýnt, að fé-
lagsleg þjónusta, svo sem dagvistunaraðstaða, verði aukin, þannig
að bæði hjónin geti starfað utan heimilis, ef þau óska þess.
Þá leggur þingið áherslu á, að starfsemi atvinnurekstrarins verði
almennt að haga þannig, að sem flestir geti fengið störf við sitt hæfi.
Bæði þarf að tryggja fólki aðstöðu til þess að fá hlutastörf og eins
verður að taka sérstakt tillit til fólks með skerta starfsgetu.
Markviss uppbygging atvinnuveganna er undirstaða almennrar
velmegunar og fullrar atvinnu við arðbær störf, en skipulagsleysi
rýrir afkomumöguleika vinnandi fólks. Því ítrekar þingið kröfu sína
um skipulag atvinnugreinanna á grundvelli áætlunarbúskapar.
Ályktun um skattamál. (Þskj. 69)
33. þing Alþýðusambands Islands telur að breytingar á skatta-
lögum og allri framkvæmd þeirra sé nú orðið meðal brýnustu hags-
muna- og réttlætismála fyrir alla alþýðu manna. Það telur því óhjá-
kvæmilegt og gerir kröfu til að breytingar verði gerðar í fullu sam-
ráði við verkalýðssamtökin. Þingið telur að breytingar á skattakerf-
inu verði m. a. að byggjast á eftirfarandi:
1. Að beinir skattar til ríkis og sveitarfélaga verði lækkaðir,
þannig að dagvinnukaup skv. öllum töxtum félaga almenns verka-
fólks verði með öllu skattfrjálst hjá einstaklingum. Þeirri tekju-
lækkun, sem þetta hefði í för með sér fyrir sveitarfélögin, yrði mætt
að miklum hluta með tilfærslu frá ríkinu. Áhersla er lögð á, að
94