Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 29.11.1976, Blaðsíða 70
þeirra skipulagsbreytinga, að þing ASl væru nú aðeins haldin fjórða
hvert ár.
Alls tóku 12 þingfulltrúar til máls um stefnuskrána við fyrstu
umræðu, sem síðan var vísað til stefnuskrárnefndar.
Við aðra umræðu hafði formaður stefnuskrárnefndar, Snorri Jóns-
son, framsögu. Lýsti hann því, að nefndin hefði fjallað um fram-
lögð þingskjöl og tillögur varðandi stefnuskráryfirlýsinguna.
Nefndin skilaði nú sameiginlegu áliti á þingskjali 66, þar sem
lagt er til, að frumdrög að Stefnuyfirlýsingu Alþýðusambands ls-
lands verði samþykkt sem stefna ASÍ og gildi næsta kjörtímabil.
Þá leggur nefndin einnig til, að kosin verði milliþinganefnd, sem
ásamt sambandsstjórn taki til meðferðar allar framkomnar breyting-
artillögur — þ. á. m. tillögur minnihluta þingnefndarinnar. Allt
þetta var samþykkt með atkv. allra nefndarmanna gegn tveim, einn
nefndarmaður var fjarverandi. Snorri Sigfinnsson skýrði frá svo-
hljóðandi áliti minnihluta nefndarinnar:
Viðaukatillögur við Stefnuskrá ASÍ.
1. a): A eftir orðunum: „Því berst hún fyrir því .... á 1. síðu
komi: „ASÍ áskilur sér því allan rétt til þess að berjast með beinum
aðgerðum gegn erlendri stóriðju á íslandi.“
(Tilvísun til Alþjóðasamhjálpar, bls. 13).
1. b): Á eftir málsgreininni: „Hún vill stuðla að alssherjaraf-
vopnun . . . .“ á 1. síðu kemur: „Því mun ASl með beinum hætti
styðja baráttuna fyrir úrsögn úr NATO, uppsögn herverndarsamn-
ingsins og brottför erlends hers af íslenskri grund.“
Bls. 2., kaflinn: „Vald og ábyrgð": Á eftir orðunum: „...., sem
veita almenna þjónustu." á bls. 2, komi: „Því stefnir ASI að þjóð-
nýtingu alíufélaga, tryggingafélaga og bankanna. Einnig stórtækra
fiskiskipa, sem reynast illa rekin, til þess að þau megi nýta til at-
vinnujöfnunar.“
3. bls. 9: Fullnægjandi tryggingar — auknar frístundir, punktur 1.
Við hana bætist: „Jafnframt því að allir lífeyrisþegar fái sama lífeyri,
án tillits til launa á starfsævi sinni.“
66