Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 29.11.1976, Blaðsíða 76
Allir nefndarmenn, nema einn, lögðu til að þingskjal nr. 83 verSi
samþykkt óbreytt.
Herdís Ólafsdóttir talaði fyrir hönd minnihlutans. Lýsti hún af-
stöðu sinni. Herdís lagði til, að þrjár síðustu málsgreinar í áliti
meirihlutans á þingskjali 83 falli út, en síðustu tvær málsgreinar á
þingskjali 55 komi í staðinn.
Þá tók til máls Gísli Jónsson, sem gerði tvær breytingar við
nefndarálitið, þingskjal 83, þ. e. álit meirihlutans.
Breytingarnar voru: í 3. mgr. í stað „fái sem jafnastar greiðslur"
komi „fái sömu greiðslur“. Við 5. mgr. komi viðbót: „sjómenn fái
eftirlaun við 60 árá aldur.“
Eðvarð Sigurðsson mælti eindregið með því, að álit meirihluta
nefndarinnar yrði samþykkt óbreytt. ESvarð lagði þó til, að í 6. mgr.
komi viðbót á eftir orðunum: „hlutur ekkna“ orðin „og ekkla“.
Nokkrar umræður urðu um málið, en síðan var þingskjal 83 sam-
þykkt með þorra atkvæða gegn 4, með þeirri einu breytingu, að í
stað orðsins „ekkna“ í 6. mgr. komi: „eftirlifandi maka“.
Herstöðvamál.
Fyrir þingið var lögð ályktun um herstöðvamál á þingskjali 55.
Við fyrstu umræðu var lögð fyrir tillaga um breytingu á inngangi
ályktunarinnar, þannig að orðin „33. þing“ yrði felld niður. Um-
ræður urðu engar um málið.
Síðan var ályktunin á þingskjali 55 samþykkt með 202 atkvæðum
gegn 157, auÖir seðlar voru 17, ógildur 1, án breytinga.
Vinnuvernd.
Hermann Guðmundsson hafði framsögu um ályktun um vinnu-
vernd. Lýsti hann í framsögu sinni því ófremdarástandi, sem um
þessar mundir ríkir í aðbúnaði og öðrum öryggismálum á vinnu-
stöðum og eftirliti með atvinnuútbúnaði. Einnig tók til máls Stefán
Ögmundsson, HlP, og Torfi Sigtryggsson, Akureyri.
Nokkrar umræður urðu um vinnuverndarmál, og alls tóku 8 þing-
fulltrúar til máls við fyrstu umræðu.
Hermann Guðmundsson hafði framsögu um málið við aðra um-
ræðu. Einnig tóku til máls Torfi Sigtryggsson, Akureyri, og Helgi
72