Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 29.11.1976, Blaðsíða 18
Rœða Kristjáns Thorlaciusar,
formanns BSRB,
á 33. þingi Alþýðusambands íslands
Forseti Alþýðusambands Islands, góðir þingfulltrúar og gestir!
Þing Alþýðusambands Islands, sem nú er að hefjast, er haldið
á tímamótum í sögu Alþýðusambandsins.
Fyrir 60 árum urðu þáttaskil í baráttu verkalýðsfélaganna með
stofnun heildarsamtaka þeirra. „Tímarnir breytast og mennirnir
með“, segir máltækið.
Það er staðreynd, að stórkostlegar breytingar hafa átt sér stað
á mörgum sviðum mannlífsins, flestar til góðs.
Flið varhugaverða er, að mennirnir breytast ekki með, eins og
máltækið segir. Við breytumst hið ytra, en mannlegir kostir og
gallar fylgja kynslóðunum í gegnum aldanna rás.
Stjórnarbyltingin í Frakklandi, sem gerð var fyrir tæpum tveim-
ur öldum, var háð undir kjörorðinu: „Frelsi, jafnrétti, bræðralag."
Alþýðusamtökin í heiminum hafa barist undir þessu kjörorði
og vissulega orðið mikið ágengt víða um heimsbyggðina. Þó er
ekki lengra komið en svo, að þriðjungur mannkyns sveltir heilu
hungri. Hjá þessu fólki ríkir hvorki frelsi, jafnrétti né bræöralag.
En snúum okkur að heimahögum.
íslenska þjóðin öðlaðist fullveldi tveimur árum eftir að Alþýðu-
samband íslands var stofnað.
Alþýðusamband Islands hefur tekið þátt í uppbyggingu íslensks
þjóðlífs í fullvalda ríki og átt frumkvæði að mörgum stærstu um-
bótamálum þess. Af þessu mótast íslenskt þjóðfélag í ríkum mæli.
Barátta launþegasamtakanna fyrir bættum lífskjörum almenn-
14