Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 29.11.1976, Blaðsíða 17
Guðmundur. G. Kristjánsson, formaður Baldurs a ísafirði um ara-
bil, síðan form. Félags opinberra starfsmanna, og fyrsti form. Bygg-
ingafélags verkamanna; mikill félagsmálamaður, eins og sja ma af
þessari fátæklegu upptalningu.
Magnús Bjarnason, kennari og verkalýðsforingi á Sauðárkróki um
langt skeið. Var í 30 ár í stjórn Verkamannafélagsins Fram og sat
naörg þing ASÍ.
Björn Guðmundsson, Dagsbrúnarverkamaður, sem sat mörg ASÍ-
þing og var mjög virkur og góður liðsmaður í félagi sínu.
Gunnur Gunnarsdóttir, Hafnarfirði, starfsmaður Verkakvenna-
félagsins Framtíðarinnar í Hafnarfirði, sat ASl-þing og gegndi á síð-
asta þingi ritarastörfum. Nýlega látin í blóma lífsins.
Jón Brynjóljsson, löggiltur endurskoðandi, lést í fyrra mánuði lið-
lega áttræður að aldri. Hann var endurskoðandi ASÍ milli 30 og 40
ár. Hið langa og góða starf hans, heiðarleiki og nákvæmni í starfi
fyrir ASl sem aðra, er metið að verðleikum. Að enduðu starfi hans
fyrir þetta þing féll hann niður og var örendur samdægurs.
Jenný Jónsdóttir, Jódís Bjarnadóttir og Lára Þórðardóttir, sátu
allar síðasta ASÍ-þing sem fulltrúar Verkakvennafélagsins Framsókn-
ar. Þeirra allra er minnst sem fórnfúsra félagssystra, sem ávallt voru
reiðubúnar til starfa fyrir félag sitt og fyrir verkalýðshreyfinguna
alla.
Valdimar Sigtryggsson, Dalvík, átti sæti á mörgum þingum ASl
°g um hríð í stjórn sambandsins.
Arni Þorgrímsson var um langt skeið einn af fremstu mönnum
verkalýðsfélaganna á Akureyri.
Friðsteinn Bergsson, Dalvík, átti sæti á ASÍ-þingum og var einn
ötulasti forustumaður verkamanna í sínu héraði.
Pjetur Stefánsson, formaður Hins íslenska prentarafélags um hríð,
sat mörg þing ASl og var hinn ötulasti forustumaður stéttarinnar.
13