Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 29.11.1976, Blaðsíða 24
Rceða
Mathias Hinterscheid
framkvcemdastjóra EVS,
á 33. þingi Alþýðusambands Islands
Fyrst af öllu vil ég færa ykkur þakkir mínar fyrir að bjóða mér
hingað á þing ykkar og veita mér tækifæri til þess að kynnast sam-
tökum ykkar.
Það er mér eínnig mikil ánægja að fá tækifæri til þess að heimsækja
land ykkar, það land þar sem þið lifið og starfið.
Með því að kynna mér þau mál sem liggja fyrir þingi ykkar, þá
hef ég tekið eftir því að við erum að berjast fyrir sömu málefnum,
sem í aðalatriðum fjalla um þau vandamál sem félög okkar glíma
við, og eins þau stefnumið sem sett voru á síðasta þingi okkar sem
haldið var í London í apríl 1976.
Samt sem áður, þá mun ég ekki láta hjá líða að minnast á eitt
aðalvandamál ykkar: fiskveiðarnar. Þrátt fyrir allt, þá finnst mér
ánægjulegt að þær viðræður sem hafa átt sér stað um þessi mál,
virðast þróast í jákvæða átt, og vegna þess ætla ég að óska ykkur
til hamingju. Ég vonast til þess að þessi mál fái þá lausn, sem báðir
aðilar geta vel við unað.
Málefni þau sem tekin voru fyrir á London-ráðstefnu okkar má
greina niður í þrjú aðalatriði:
1. I fyrsta lagi, þá höfum við áætlanir til lengri eða skemmri tíma
stofnana, sem tryggi um nauðsyn þróun efnahagsmála innan þessara
áætlana og krefjumst þeirra. Með öðrum orðum, við verðum að binda
endi á það tímaskeið þar sem einungis tæknikunnáttumenn ákveða
framtíð og örlög þúsunda verkamanna og fjölskyldna þeirra. Eigend-
ur auðmagnsins og verkstjórar þeirra verða, í eitt skipti fyrir öll, að
20