Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 29.11.1976, Blaðsíða 95
greinanna er orðin mjög hagstæð. Auk þess kemur svo til, að stór-
auka má efnahagslegt svigrúm til kjarabóta meS aðhaldi í þeim
greinum ríkisbúskaparins, sem ekki eru nauðsynlegar m. t. t. fé-
lagslegrar þjónustu né til að halda uppi fullri atvinnu, með gagn-
gerðum breytingum á skattakerfinu, með því að draga úr launa-
mismun, og síðast en ekki síst með því að hyggja fjárfestingar á
áætlunum og skipulagningu.
Með tilliti til þess að gerbreytt efnahags- og atvinnumálastefna
er þannig grundvallarnauðsyn samfara verulegum launhækkunum,
telur þingið að kjarabaráttan á næsta ári hljóti aðallega að beinast
að eftirfarandi:
1. Þingið telur, að lágmarkslaun fyrir dagvinnu megi ekki vera
lægri en kr. 100.000,— á mánuði og önnur laun hækki til sam-
ræmis við það, þannig að launabil haldist í krónutölu.
2. Launin breytist í samræmi við breytingar þær, sem verða á
vísitölu framfærslukostnaðar á samningstímanum, án frádrátt-
ar nokkurra liða þeirrar vísitölu.
3. Fullar vísitölubætur komi á lágmarkslaunin, en sama krónu-
töluupphæð á þau laun, sem hærri eru.
4. Aðgerðum til að skapa raunverulegt launajafnrétti kvenna og
karla, m. a. með því að bæta aðstöðu til atvinnuþátttöku.
5. Sem mestri samræmingu á kjörum allra launþega varðandi
orlof, vinnutíma og hvers konar réttindi, sem ekki teljast til
beins kaupgjalds.
6. Setning nýrrar löggjafar um vinnuvernd í samræmi við sér-
stakar tillögur þingsins um það efni.
7. Gagnger endurskoðun skattakerfisins í réttlætisátt.
8. Eflingu félagslegra íbúðabygginga með lánskjörum, sem sam-
rýmast fjárhagsgetu almenns verkafólks.
9. Fullri framkvæmd á þeirri stefnu verkalýðshreyfingarinnar,
sem mótuð var við gerð síðustu kjarasamninga í málefnum
lífeyrisþcga.
Þingið telur, að árangursrík barátta fyrir bættum kjörum, að
framangreindum leiðum verði því aðeins náð, að verkalýðsfélögin
komi fram sem ein beild gagnvart atvinnurekendum og stjórnvöldum
91