Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 29.11.1976, Blaðsíða 96
varðandi þær meginkröfur, sem snerta alla félaga verkalýðshreyf-
ingarinnar. Undanfari slíkrar heildarsamstöðu þarf hins vegar aS
vera almenn umræða í öllum einingum samtakanna og í kjölfar
hennar kjaramálaráðstefna, þar sem niðurstöður þeirra umræðna
eru bornar saman og samræmdar í meginatriðum.
Varðandi þá þætti kjaramálanna, sem teljast sérmál einstakra
starfsgreina, félaga eða hópa, telur þingið eðlilegt að viðkomandi
landssambönd eða verkalýðsfélög annist samningagerð.
1 samræmi við framangreint, ákveður þingið því að boða skuli til
sérstakrar kjaramálaráðstefnu í febrúarmánuði n. k., svo fjölmennr-
ar, að tryggt sé að þar komi til álita þær skoðanir og tillögur, sem þá
hafa verið til almennrar umræðu í aðildarsamtökunum. Þingið felur
miðstjórn að undirbúa umræðurnar í aÖildarsamtökunum í tæka tíð
og boða til ráðstefnunnar. Þá felur þingið miðstjórninni einnig að
kanna möguleika á samstarfi við launþegasamtök utan ASÍ, svo sem
BSRB og Farmanna- og fiskimannasamband íslands varðandi megin-
stefnuna í kjaramálunum og liggi niðurstöður slíkrar könnunar fyrir,
þegar kjaramálaráðstefnan verður haldin.
Ályktun um atvinnumál. (Þskj. 78)
Oryggi í atvinnu og afkomu verður einungis reist á heilbrigðu
efnahagslífi. Beita verður samræmdri efnahagsstefnu til þess aÖ
tryggja atvinnu og bæta kjör alls vinnandi fólks. Efnahagsástand er
nú ótryggt og þjóðarbúið gengur á stórkostlegri skuldasöfnun er-
lendis, sem vex ár frá ári. Sóknin í verðbólgugróða beinir fjárfest-
ingu í óskynsamlegar framkvæmdir, sem ekki skila auknum þjóðar-
tekjum og nýtast ekki alþýðu landsins.
Þingið telur að núverandi efnahagsástand, sem einkennist af óða-
verÖbólgu, stórfelldri skuldasöfnun erlendis og óskipulegri fjárfest-
ingu, valdi óvissu um atvinnuhorfur og gefi tilefni til uggs, þótt ekki
hafi komið til almenns atvinnuleysis.
Verðbólgan brennir upp spariféð, veldur þjóðfélagslega óhag-
kvæmri umframfjárfestingu og beinir fjármagni frá atvinnuupp-
byggingu og í spákaupmennsku og brask, jafnvel í svo ríkum mæli,
að stofnað er til sýndarrekstrar til þess að fá aÖgang að fjármagni og
verðbólgugróða í skjóli aðstöðu og fráleitra skattaákvæða. Byrðunum
92