Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 29.11.1976, Blaðsíða 84
verkalýðshreyfingarinnar að koma í veg fyrir að heilar starfsstéttir
séu sviptar vinnu og að hart sé vegið að starfsgrundvelli heils verka-
lýðsfélags.
Þingið lýsir yfir eindreginni andstöðu við að hægt sé að svipta
verkafólk með mikla starfsreynslu og langan starfsaldur í sinni grein
öllum félagslegum réttindum með einu pennastriki.
Þingið felur miðstjórn að aðstoða ASB við að tryggja félögum þess
hæfilegan aðlögunartíma, með því að a. m. k. 25 búðir verði reknar
árið 1977 og síðan verði þær lagðar niður smátt og smátt á ekki
færri en fimm árum, ef til þess kemur. Ennfremur verði ASB veitt-
ur stuðningur til þess að tryggja afkomuöryggi félaga þess.
33. þing ASÍ. Þingskjal nr. 73.
Ályktun allsherjarnefndar um áfengismál,
sbr. tillögu Jóhanns G. Möller o. fl.
33. þing ASÍ lýsir yfir fullum stuðningi við alla þá aðila, sem
berjast gegn því böli, sem ofnotkun áfengis og neyslu eiturlyfja
hefur í för með sér.
33. þing ASÍ. Þingskjal nr. 74.
Ályktun allsherjarnefndar um vinnulöggjöfina,
sbr. þingskjöl 30—44 o. fl.
33. þing ASl mótmælir harðlega frumvarpi því til laga um stétt-
arfélög og vinnudeilur, sem ríkisstjórnin hefur boðað að lagt verði
fyrir Alþingi það sem nú situr, þar sem það myndi, ef að lögum yrði,
þrengja mjög athafnafrelsi verkalýðssamtakanna. Þau myndu því
líta á samþykkt frumvarpsins sem fjandsamlega lagasetningu, fyrst
og fremst ætlaða til að veikja þau í kjarabráttu sinni. Því vill þingið
lýsa því yfir, að verkalýðssamtökin muni berjast af alefli gegn bverri
þeirri breytingu á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur, sem áform-
uð væri án fulls samráðs og samþykkis þeirra.
80