Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 29.11.1976, Blaðsíða 81
Hákon Hákonarson
Sigurjón Pétursson
Jón Ágústsson
Jón Ingimarsson
Guðni Kristjánsson
Þingstjórn gerði tillögu um að sambandsstjórn verði falið að
skipa milliþinganefnd í stefnuskrármálum. Tillagan var samþykkt
einróma.
Fleiri mál lágu ekki fyrir þinginu.
Þingforseti þakkaði fulltrúum öllum góða þingsetu og árnaði ný-
endurkjörnum forseta ASÍ, Birni Jónssyni, allra heilla. Að svo mæltu
afhenti þingforseti Birni Jónssyni stjórn þingsins.
Björn lagði til, að riturum og þingforseta verði falið að ganga frá
fundargerðum þingsins. Var það samþykkt.
Björn þakkaði þingheimi það traust, sem honum hafði verið
sýnt með endurkjöri hans sem forseta. Hann lýsti ánægju sinni með
það, að þessu afmælisþingi skuli hafa tekist að samþykkja einróma
stefnuskrá fyrir ASl fyrir næstu ár. Björn sagði, að stefnuskráin
sýndi þá stefnu ASÍ, að þeir beri mest úr býtum í kjarabaráttunni
framundan, sem lægst hafa launin nú.
Hann sagði, að þetta þing væri sóknarþing undir kjörorðinu, að
vörn er hér lokið, sókn hafin.
I þessu sambandi væri mikilvægt, að halda faglegri einingu sem
mestri.
Björn sagðist telja, að þetta væri afkastamesta þing til þessa, bæði
að magni þingskjala og gæðum.
Hann þakkaði þeirn aðilurn, er nú láta af störfum í miðstjórn og
sambandsstjórn gott samstarf á liðnum árum. Björn þakkaði einnig
starfsfólki, riturum og forsetum þingsins fyrir störfin.
Að lokum óskaði Björn þingfulltrúum góðrar heimferðar og
heimkomu og sagði þinginu slitið.
77