Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 29.11.1976, Blaðsíða 133
konur, ógiftar og karla, kemur í ljós, að giftar konur hafa aukið
hlutfall sitt af heildarlaunatekjum úr 5.6% árið 1963 í um 12% á
síðasta ári. Örust virðist aukningin hafa veriö á tímabilinu 1967—
1970. Aukin atvinnuþátttaka giftra kvenna hefur þannig greinilega
aukið heildarlaunatekjur um 5—7% og fjölskyldutekjur töluvert
meira.
Ýmsir aðrir þættir en kaupið er ákvarðandi um kjörin. Án þess
að gera tilraun til tæmandi yfirlits, er rétt að minna hér á nokkrar
breytingar, sem orðið hafa.
Séu samningar Dagsbrúnar skoðaðir, kemur fram, að frá byrjun
7. áratugsins hefur orlof lengst úr 18 í 24 virka daga og orlofs-
greiðsla hækkað úr 6% í 8*/j%- Raunar er hækkunin meiri, því
fram á mitt ár 1961 voru 6% einungis greidd af dagvinnu, en síðan
af öllu kaupi. Þá hafa atvinnurekendur frá 1966 greitt 0.25% í or-
lofssjóð félagsins, fyrst af dagvinnukaupi, en frá því í ár áf öllu
kaupi.
Þá hefur veikindadögum fjölgað, réttindi í slysatilfellum aukist
og komið verið á 1% greiÖslu atvinnurekenda í sjúkrasjóð, fyrst af
dagvinnukaupi, en frá því í mars í ár af öllu kaupi.
Mikilvæg réttindi fengust fram, þegar samningur var gerður við
atvinnurekendur um lífeyrissjóði árið 1969. Atvinnurekandi greiðir
6% af launum til lífeyrissjóðsins og starfsmaður 4%. I síðustu
samningum var gert samkomulag um endurskoðun lífeyrissjóðakerf-
isins með úrhætur fyrir augum.
Á síðastliðnum 10 árurn hafa greiðslur atvinnurekenda til nefndra
sjóða þannig aukist sem svarar liðlega 10% kauphækkun.
Eins og sagt var hér að framan, er þessi upptalning hvorki full-
komin né nær til allra þátta. En hún er tekin hér með til þess að
minna á mikilvægi hinna ýmsu atriða annarra en kaupsins sjálfs,
sem ákvarða raunveruleg kjör.
Efnahagsástandið.
Þjóðartekjur á mann hækkuðu um 12% milli áranna 1971 og
1973 (4% 71-72 og 8% 72-73), en féllu síðan frá 1973 til 1975
um 11%. I ár er hins vegar reiknað með 1% aukningu þjóðartekna
á mann (heildaraukning þjóðartekna verði 2.2%). Meginástæða þess-
129
9