Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 29.11.1976, Blaðsíða 42
inu þá og svo nú, þá sjáum viS, að miluð hcfur áunnist, þrátt fyrir
allt. Það er sama hvort litið er á mannréttindi, húsnæði, klæðnað,
eða mataræði fólksins. Allt er breytt — til hins betra. Það hefur
skapast nýtt og betra þjóðfélag á Islandi á seinustu 60—70 árum.
Og í þeirri gjörbreytingu hafa verkalýðsfélögin og Alþýðusambandið
verið burðarásinn og driffjöðurin. Á því er enginn vafi. Eg þarf ekki
að taka eins djúpt í árinni, eins og bardagaklerkurinn þjóðkunni;
Gunnar Benediktsson, gerir nýlega í blaðaviðtali, er hann segir:
„Þegar ég hóf þátttöku í pólitík, var hér á landi heil stétt, sem nú
er alveg horfin; það er stétt öreiganna". Fyrst, þegar ég las þetta, fannst
mér það fjarstæða. En við nánari athugun sé ég, að þetta er rétt.
Það er vissulega til fátækt fólk í landinu ennþá, en heil stétt —
öreigastétt, er ekki lengur til. Þetta er í hnotskurn árangurinn af
umbótastarfi og baráttu íslenskrar verkalýðshreyfingar.
En eru þá nokkur verkefni eftir? kynni einhver að spyrja. Já,
verkalýðshreyfingin hefur alltaf fengið fullt af verkefnum. Þar verð-
ur aldrei þurrð á. — Það er ennþá óralangt frá takmarkinu: Jafnrétti
allra stétta á íslandi.
Góðir félagar!
Við þökkum innilega fyrir boðið á þetta hátíðarþing og óskum
því farsældar í störfum sínum.
En umfram allt óskum við þess, að þróttmiklu starfi sé haldið uppi
í verkalýðsfélögunum og þess sérstaklega, að ungt og efnilegt fólk
fái þar félagslegt uppeldi. — Þetta er nauðsynlegt fyrir framtíðina.
Þetta er undirstaðan.
Og að lokum: Sjálfu afmælisbarninu, Alþýðusambandi íslands
sextugu, þökkum við vel rækt forustuhlutverk á liðnum áratugum
og óskum gifturíks árangurs af starfi þess fyrir verkalýðshreyfinguna
og fyrir land og lýð á ókomnum tímum.
38