Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 29.11.1976, Blaðsíða 92
launastéttanna með viturlegri forustu ríkisvalds og aðila vinnumark-
aðarins í efnahagsmálum þjóðarinnar. Lögð var áhersla á, að í þeim
efnum væri mikilvægt að gæta hófs í opinberum útgjöldum og skatt-
heimtu, aðhalds í verðlagsmálum og að tryggt yrði virkt verðlagseftir-
lit. Krafist var heildarstjórnar í fjárfestingarmálum á grundvelli
skipulegra áætlanagerða. Krafist var lækkunar skatta á lágar og
miðlungstekjur og að skattaeftirlit yrði hert og skattsvik hindruð.
Þá var því lýst sem algeru grundvallaratriði, að ekki yrði hróflað við
gerðum og gildandi kjarasamningum verkalýðssamtakanna.
II.
Að liðnu 32. þinginu 1972 tókst verkalýðshreyfingunni um sinn
að halda í horfinu í kjaramálum, og náði kaupmáttur tímakaups
hámarki á fyrsta ársfjórðungi 1974 að kjarasamningum þá gerðum.
En ef kaupmáttur sá, sem þá var um saminn, er hins vegar borinn
saman við kaupmátt verkafólks á sama tíma í þeim ríkjum Evrópu,
sem sambærileg geta talist vegna svipaðrar þjóðarframleiðslu á mann,
svo sem nágrannaríki okkar margra, kemur í ljós, að jafnvel þá
var kaupmáttur tímakaups íslensks verkafólks minni en þar gerðist.
En á árinu 1974 urðu snögg og mikil umskipti í þróun kjaramálanna
samhliða óhagstæðum breytingum á viðskiptakjörum og hröðum
verðbólguvexti. Vandamál af þessum toga voru að vísu fyrir hendi
á síðari hluta ársins 1974 og á árinu 1975, en stjórnvöld gerðu hins
vegar meira úr þeim vanda en efni stóðu til, auk þess sem tíma-
bundnum erfiðleikum atvinnurekenda, eins og þeim, sem hér var við
að etja, verður aldrei með neinum siðferðilegum rétti velt yfir á
herðar launafólks, eins og gert hefur verið. íslenskir atvinnurekendur
sýna margir hverjir litla ábyrgð í rekstri fyrirtækja sinna. Þegar vel
gengur hirða þeir ómældan arð út úr rekstri þeirra og njóta þá bæði
eignarréttar síns og ranglátrar og vilhallrar skattalöggjafar. Sé þessu
rekstrarformi viðhaldið á annað borð, verður þó það lágmarkssiðferði
jafnframt að gilda, að þeir aðilar í þjóðfélaginu, sem vissulega njóta
góðs af eignarrétti sínum á framleiðslutækjunum, þegar vel árar, beri
sjálfir ábyrgð á rekstri þeirra, þegar eitthvað á móti blæs.
Vísitölubinding kaups var afnumin fyrst með bráðabirgðalögum og
síðar til frambúðar og kjarasamningarnir, sem gerðir voru í ársbyrjun
til tveggja ára þar með ógildir. Verkafólk og aðrir launþegar voru þar
88