Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 29.11.1976, Blaðsíða 97
af verðbólgunni er á hinn bóginn sífellt velt af fullum þunga yfir á
herðar alþýðunnar. Því ítrekar þingið þá grundvallarkröfu, að dreg-
ið verði úr verðbólgunni og fjárfestingarmálum komið í skipulegt
horf.
Sjávarútvegur og fiskvinnsla eru meginstoðir atvinnu í mörgum
byggðarlögum og hinar gjöfulu auðlindir hafsins munu enn um
langa framtíÖ verða undirstaða velmegunar á íslandi. Þessar auð-
lindir eru í hættu vegna ofveiði og þar með afkomugrundvöllur
margra byggðarlaga og þjóÖarinnar í heild. Því telur þingið eitt brýn-
asta verkefni hagstjórnar á íslandi að skipuleggja nýtingu miðanna
þannig, að afrakstur þeirra sé tryggður til frambúðar. Stjórnvöld
hafa ekki gegnt þeirri skyldu sinni, að gera þær ráðstafanir til vernd-
ar fiskistofnunum, sem öll þjóðin veit, að óhjákvæmilegar eru. 33.
þing ASÍ 'lýsir yfir þeim eindregna vilja sínum, að eiga fullan hlut
að sínu leyti í þeim ráðstöfunum, sem gera þarf til þess að framtíð-
arhagsmunir fiskvinnslufólks um hinar dreifðu byggðir landsins
verði tryggðir og er reiðubúið til samstarfs um þetta vandasama mál
og krefst þess, að nú þegar verði gengið frá lausn á því máli.
Jafnframt þarf að skipuleggja uppbyggingu fiskiflotans og fiskvinnsl-
unnar í samræmi við sóknarþol fiskistofna, atvinnuþörf byggðarlaga
og afkastagetu og verkefnaþörf innlendra skipasmíðastöðva.. Þingið
telur, að átaks sé þörf í þessum efnum og verulegum árangri verði
ekki náð nema á grundvelli skipulegs áætlunarbúskapar.
Landbúnaður gegnir mikilvægu hlutverki í efnahagslífi íslend-
inga. Hann sér ýmsum iðngreinum fyrir hráefni og tryggir neyt-
endum matvæli. Innlend framleiðsla þarf að fullnægja þörf innan-
lands fyrir íslenskar landbúnaðarvörur. Oryggis- og byggðasjónarmið
réttlæta, að nokkru sé kostað til að ná þessum markmiðum. Á hinn
bóginn telur þingið, að endurskipuleggja verði aðferðir til stuðnings
landbúnaði til þess að hafa stjórn á heildarmagninu og beina fram-
leiðslunni á hagkvæmar brautir.
Iðnaðurinn hlýtur á komandi árum að veita sífellt fleirum at-
vinnu og verða æ veigameiri þáttur í atvinnulífinu. Með eflingu
iðnaðar má renna fleiri stoðum undir íslenskt efnahagslíf. Að frá-
töldum fiskimiðunum er hin mikla vatns- og varmaorka í fallvötnum
og jarðhita aðalauðlind Islands. Þá auðlind verður að beisla til
framdráttar innlendri iðnaðaruppbyggingu.
93