Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 29.11.1976, Blaðsíða 22
sem ég hef heimsótt í ár, eru í hitabeltinu og ég hef orðið þess var,
að þrátt fyrir þann mun á veðurfari, sem er á hitabeltissól og norð-
lægu veðurfari, eru vandamál verkalýðssamtakanna þau sömu á báð-
um stöðum. 011 erum við háð alþjóðahagsveiflum og breytingum í
efnahagsmálum í öðrum löndum. Nóg er að nefna verðbólguvand-
ann til þess að gera öllum ljóst, að um alþjóðlegt vandamál er að
ræða. Vandamál, sem mikilvægt er, að alþjóðlega verkalýðshreyfing-
in beiti sér fyrir lausn á. Á fundi framkvæmdastjórnar Alþjóðasam-
bandsins í Bríissel fyrir stuttu, var efnahagsástandið í heiminum til
umræðu, þar á meðal var fjallað um verðbólguna og atvinnuleysið.
Mér skilst, að þið hafið borið gæfu til þess hér á Islandi, í ástandinu
nú, að komast hjá atvinnuleysi. En atvinnuleysi hefur verið fylgd-
arsveinn verðbólgunnar í flestum löndum. Þegar þetta vandamál
hefur verið til umræðu í Alþjóðasambandinu, höfum við lagt megin-
áherslu á, að þeim ráðstöfunum, sem gerðar eru til viðnnáms gegn
verðbólgunni, sé beitt þannig, að þær leiði ekki til fjöldaatvinnu-
leysis. Eitt meginverkefni Alþjóðasambandsins er að koma fram fyrir
hönd verkalýðshreyfingarinnar gagnvart alþjóðasamtökum og -stofn-
unum. Gagnvart þeim höfum við lagt áherslu á þau sjónarmið, sem
ég hef rakið hér. Þá höfum við sinnt ýmsum öðrum þáttum, sem
eru verkalýðsstéttinni sameiginleg. Við höfum lagt áherslu á mikil-
vægi þess, að efnahagsstefnan miði að bættu atvinnuástandi og stefnt
sé að aukinni þenslu í efnahagslífinu, þannig að unnið sé gegn af-
leiðingum þeirrar stöðvunar, sem við höfum búið við. Við höfum
einnig bent á ýmis atriði, sem snerta gerð hagkerfisins, svo sem nauð-
syn þess að komið verði á raunhæfu eftirliti með starfsemi fjölþjóð-
legra fyrirtækja. Einnig höfum við orðið að hafa afskipti af málum,
sem snerta skipulagsrétt verkafólks. 1 mörgum löndum verða félagar
okkar í verkalýðshreyfingunni að heyja erfiða baráttu fyrir félags-
legum réttindum sínum og í fjölda landa eru réttindi verkalýðsfé-
laganna fótum troðin. í sérstökum yfirlýsingum höfum við fjallað
um ástandið í ýmsum löndum Suður-Ameríku, svo sem Argentínu,
og einnig má nefna sérstaka yfirlýsingu um ástandið í Suður-Afríku.
í Suður-afríkanska lýðveldinu hafa margir félagar okkar verið fang-
elsaðir og auknum þvingunum beitt til þess að hindra félaga okkar
í því að koma upp afríkönskum verkalýðsfélögum í Suður-afríkanska
lýðveldinu. Stjórnvöld hafa gripið til alvarlegra aðgerða og m. a.
18