Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 29.11.1976, Blaðsíða 30
Rœða Gerhards Schmidts, miðstjórnarmanns í DGB,
ó 33. þingi Aiþýðusambands íslands.
Herra forseti, góðir félagar.
Það er mér mikil ánægja og heiður að vera staddur hér á meðal
ykkar í dag, og að geta fært ykkur kveðjur af hálfu 714 milljónar
verkamanna í Þýska sambandslýðveldinu. Með því, þá vona ég, að
við sýnum, að samábyrgð verkafólks um allan heim er stundum
meira heldur en orðin tóm, að þeim orðum getur verið fylgt eftir
í verki, og að návist mín hér verði til þess að sannfæra okkur um
það, að samstilling milli verkamanna í þessum tveimur ríkjum er
ekki bara orðagjálfur.
Eg hef í morgun, með hjálp túlks, getað fylgst svolítið með um-
ræðum ykkar, og það eru sérstaklega tvö atriði, sem hafa vakið
athygli mína. I fyrsta lagi, að þrátt fyrir 60 ár, eruð þið að því er
umræðurnar snertir, mjög ung, og hitt atriðið, að í Þýskalandi og
á íslandi, þá höfum við sama háttinn á, að við komum saman og
ræðum vandamálin, lærum af hverju öðru. Einnig, að við höfum
við sömu efnahagsörðugleika að stríða, sömu efnahagsvandamálin,
og þó að við mætum þeim kannski á eitthvað mismunandi hátt, þá
gerum við það greinilega með þeim hætti, að leiða saman hesta
okkar og skera úr skoðanaágreiningi með lýðræðislegum hætti.
Og til þess að sýna það, aö hér er ekki um orðin tóm að ræða,
þá hef ég flutt með mér smágjöf frá DGB, Sambandslýðveldinu
Þýskalandi, hlut, sem við gefum aðeins góðum vinum okkar, það
er skjöldur með ágreyptum merkjum allra aðildarsambanda DGB.
Og ég óska ykkur, að næstu 60 árin megi áfram verða full af
vinnu og fuH af ánægju, vegna þess að þið eruð að vinna fyrir
verkalýðinn og verkalýðsfélögin. Þakka ykkur fyrir.
26