Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 29.11.1976, Blaðsíða 77
Arnlaugsson, Málm- og skipasm. Ályktunin var samþykkt með litl-
um breytingum.
Hér er á ferSinni eitt af merkustu málum þingsins, og vinnu-
verndarmál á vinnustöðum tekin ýtarlega fyrir um leið og kveðið
er á um, að vinnuverndarsjónarmið skipi stærri sess við samninga-
gerðir í framtíðinni en hingað til. I 5. lið ályktunarinnar er þess
krafist, að trúnaðarmaður verkafólks á vinnustöðum hafi vald til
þess að stöðva vinnu, sem að hans mati felur í sér slysahættur og/eÖa
heilsuspillandi áhrif, þar til sameiginlegur úrskurður Heilbrigðis-
eftirlits eða Oryggiseftirlits og trúnaðarmanns og verkalýðsfélags
liggur fyrir varðandi tilefni stöðvunarinnar.
Einnig er í 6. lið krafist réttar verkafólki til handa, að leggja
niður vinnu, án þess að launagreiðslur til þess falli niður, ef atvinnu-
rekandi framkvæmir ekki samningsákvæði um aðbúnað og hollustu-
hætti eða framkvæmir ekki fyrirmæli laga og reglugerða Heilbrigðis-
og Öryggiseftirlits ríkisins. Ýmislegt fleira athyglisvert er að finna
í þessari ályktun, sem verkalýðshreyfingin ætlar að vinna að á
næstu árum.
Vinnulöggjöf.
Snorri Jónsson hafði framsögu um vinnulöggjöfina. í lok ræðu
sinnar sagði Snorri, að frumvarpið um breytingar á vinnulöggjöf-
inni mundi hafa þveröfug áhrif, miðað við yfirlýstan tilgang frum-
varpsins. Þá tók Jósef Kristjánsson til máls og kynnti tillögu um
viðbrögð ASl við frumvarpinu.
Endanleg málalok á þinginu urðu þau, að væntanlegt frumvarp
ríkisstjórnarinnar var fordæmt, um leið og ekki var loku fyrir það
skotið, að breytingar á vinnulöggjöfinni gætu komið til greina, ef
unnið að þeim málum í samráði við verkalýÖssamtökin.
Dagvistunarmál.
Tillögur um dagvistunarmál barna og dagvistunarmál aldraðra á
þingskjölum 85 og 84 voru lögð fyrir þingiÖ, og urðu um þau nokkr-
ar umræður. Þingskjal 84 var samþykkt samhljóða og þingskjal 85
var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum gegn einu.
73