Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 29.11.1976, Blaðsíða 91
33. þing ASÍ. Þingskjal 85.
Frá Öryggis- og vinnuverndarnefnd
33. þing ASl, haldið 29. nóv. til 3. des. 1976, leggur áherslu á,
að af hálfu hins opinbera verði jafnan veitt nægilegt fjármagn til
dagvistunarheimila.
Átelur þingið tómlæti þessara aðila gagnvart þessum málum. Með
tilliti til þess, virðast vera litlar horfur á, að á næstunni verði leyst
úr því alvarlega ástandi, er nú ríkir í dagvistunarmálum. Þess vegna
beinir þingið því til stjórna lífeyrissjóðanna að þær athugi, hvort
eldci komi til greina, að sjóðirnir láni það fjármagn er á skortir til að
fullnægja brýnni þörf fyrir dagvistunarheimili.
Lán til nauðsynlegra framkvæmda verði veitt á sömu kjörum og
sjóðirnir njóta við kaup á vísitölubréfum Byggingasjóðs.
33. þing ASÍ. Þingskjal nr. 86.
Öryggis- og vinnuverndarnefnd
33. þing ASÍ telur brýna nauðsyn bera til að hafnarsvæðum á
Stór-Reykjavíkursvæðinu verði lokað hið fyrsta, þannig að óæski-
leg umferð um hafnarsvæðin hverfi.
Alyktun um kjara- og efnahagsmál. (Þskj. 87)
I.
Ályktanir 32. þings ASÍ, sem haldið var í nóvember 1972, eín-
kenndust mjög af þeim miklu kjarabótum, sem þá höfðu náðst í
heildarkjarasamningum verkalýðssamtakanna á næstliðnum tveimur
arum og því góðæri í atvinnumálum, sem þá ríkti, en að öðrum
þræði af því að ótryggar framtíðarhorfur ollu nokkrum áhyggjum
nt. a. að því er varðaði viðskiptakjör þjóðarinnar og ástand fiski-
stofnanna. I kjara- og atvinnumálaályktun þingsins var þannig lögð
áhersla á að um sinn bæri að leggja kapp á að treysta stöðuna í kjara-
málum og vernda þann árangur, sem náðst hafði, en til lengri tíma
á það að ná jafnvægi í efnahagsmálum og tryggja árvissar kjarabætur
87