Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 29.11.1976, Blaðsíða 103
lýðshreyfingunni meS góSum árangri, án þess aS eiga traust trún-
aSarmannakerfi. Einnig bendir þingið á nauðsyn þess, aS í samn-
ingum verði ákveðið, að verkafólk hafi rétt til að skipa sérstaka
trúnaðarmenn, í hlutfalli við stærð vinnustaðar, til að annast fræÖslu-
mál.
Þá bendir þingið á nauÖsyn þess, að á vinnustöðum verði stórbætt
félags- og menntunaraðstaða verkafólksins.
Þingið vill beina því til verkalýÖsfélaganna, að þau velji fræðslu-
nefndir eða fræðslufulltrúa er séu þess megnugir að vekja til starfa
einstaklinga og hópa innan félaganna. Fræðslufulltrúarnir verði
samstarfsmenn MFA.
Þingið vill ítreka samþykkt síðasta þings ASÍ, að verkalýðsfélögin
stórauki það fé, sem ætlaÖ er til fræðslustarfa.
Þá vill þingið leggja áherslu á eftirfarandi:
Verkmenntun verður að efla og gera jafngilda öðru námi.
Allt æskufólk fái jafna möguleika til menntunar.
I skólum landsins sé veitt víðtæk fræðsla um verkalýðshreyfing-
una, stjórnkerfi ríkisins, stofnanir atvinnulífsins og starfsemi þeirra.
Verkafólki séu tryggð full laun meðan á framhaldsmenntun stend-
ur eða endurmenntun til starfa, og hafi það rétt til að taka sér frí
frá störfum til náms í samráði við atvinnurekanda.
Fullorðnir fái sem jöfnust tækifæri við ungt fólk til hvers konar
menntunar og tilsvarandi lán og styrki.
Að frumvarp til laga um fullorðinsfræðslu verði samþykkt á þingi
því, sem nú situr.
Að Menningar- og fræðslusamband alþýöu, Fistasafn ASÍ, Fé-
lagsmálaskóli alþýÖu og Sögusafn verkalýðshreyfingarinnar fái svo
ríflegan styrk af almannafé til starfsemi sinnar, að þessar stofnanir
geti innt af hendi skyldur sínar í fræðslu- og menningarmálum við
þær 47 þúsundir manna, sem í samtökunum eru. Það er skýlaus
krafa launafólks í landinu, að framlög til félagslegrar fræðslu á
vegum verkalýðshreyfingarinnar verði stóraukin.
Þingið telur nauðsynlegt, að í orlofsbyggðum verkalýðsfélaganna
víðsvegar um landið séu sköpuð nauðsynleg skilyrði til námskeiða-
halds og fyrir Félagsmálaskóla alþýðu, svo unnt verði að gera hann
að hreyfanlegum skóla milli landshluta.
Þingið leggur áherslu á, að tímaritið Vinnan komi út reglulega,
99