Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 29.11.1976, Blaðsíða 40
Rceða
Hannibals Valdimarssonar
á 33. þingi Alþýðusambands Islands
Herra forseti! Virðulegu erlendu gestir! Kæru félagar!
Mér hefur verið falið að flytja þessu afmælisþingi Alþýðusam-
bandsins árnaðaróskir fyrrverandi forseta þess — þeirra, sem enn eru
ofar moldu, en þeir eru: Stefán Jóhann Stefánsson, sem því miður,
gat ekki verið viðstaddur á þessari hátíðarstundu, sakir sjúkleika, —
Guðgeir Jónsson, Helgi Hannesson og Hermann Guðmundsson, auk
mín.
Allir erum við svona hérumbil á aldur við afmælisbarnið — sumir
eldri, já miklu eldri — aðrir nokkru yngri. Já, allir nokkuð virðuleg
„antík“-húsgögn á hinu stóra heimili íslenskra verkalýðssamtaka —
nema einn — unglambið í þessari öldnu hjörð — Hermann Guð-
mundsson, sem enn er á vígvellinum, vopndjarfur og vopnfimur,
enda er hann ekki til sýnis á setningardegi þingsins, eins og við
hinir, heldur mun hann sjálfur minna á sig sem frækinn hermann
í baráttu dagsins, bæði á þinginu sjálfu og að því loknu í starfi Hlífar
— virki hafnfirskra verkamanna.
Ég get áreiðanlega gert þá játningu fyrir hönd okkar allra — nema
Hermanns — að mikill er munurinn á því að koma til alþýðusam-
bandsþings, sem hlutlaus áhorfandi, eða því, að hafa fylgst sem þátt-
takandi með í öllum þeim undirbúningi — fulltrúakosningum í
verkalýðsfélögunum — með öllum þeim pólitíska spenningi, sem full-
trúakjörinu fylgdi oft í fyrri tíð, fylgjast með hinu umfangsmikla
undirbúningsstarfi undir þinghaldið og þá ekki síst að lifa með í
eftirvæntingu þess, sem gerast mundi á þinginu hverju sinni, hvernig
36