Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 29.11.1976, Blaðsíða 93
meS sviptir allri vernd gegn þeirri öldu óðaverðbólgu, sem risin var og
sem hefur allan þann tíma, sem liðinn er, dunið á afkomu vinnu-
stéttanna.
I kjölfar afnáms verðlagsbindingar kaupsins fylgdu síðan stór-
felldar gengisfellingar gjaldmiðilsins, skatta- og vaxtahækkanir, sem
enn hertu verðbólguskrúfuna og juku launaskerðingarnar. Sé litið
yfir tímabilið frá því er kjarasamningarnir voru gerðir snemma árs
1974, hcfur kaupmáttur kauptaxta verkafólks innan ASÍ lækkað að
meðaltali um fjórðung, en á tímabilinu frá 1972 til 1976 um nálægt
tíunda hluta.
Það er ljóst, að kjarabarátta verkalýðshreyfingarinnar frá því á
árinu 1974 hefur verið stöðug varnarbarátta gegn látlausum tilraun-
um atvinnurekenda og ríkisvaldsins til þess að draga niður almennan
kaupmátt launa og velta öllum þunga efnahagslegra vandamála yfir
á herðar alþýðu manna.
I þessari varnarbaráttu hefur verið við ramman reip að draga,
þrátt fyrir það að samstaða innnan verkalýðshreyfingarinnar hefur,
þegar á heildina er litið, verið öflug. Þróun efnahags- og kjaramála
hefur mjög markast af sterku þingræðisvaldi, sem hefur reynst and-
stætt hagsmunum verkalýðsstéttarinnar og sem ekki hefur verið unnt
að knýja til raunhæfra aðgerða til að draga úr verðbólgu og leita úr-
ræða í því sambandi, sem samræmst hefðu þeim markmiðum verka-
lýðshreyfingarinnar, að vernda lífskjör almennings eftir fremstu
getu við ríkjandi aðstæður.
Þótt auðsætt sé, að verkalýðshreyfingin hafi orðið að láta verulega
undan síga í varnarbaráttu sinni sl. tvö ár, fer því þó mjög fjarri, að sú
harátta hafi verið unnin fyrir gýg. Þannig liggur m. a. fyrir, að í
síðustu kjarasamningum tókst að stöðva þá fyrirætlun atvinnurek-
enda, studda af verðlagsstefnu stjórnvalda, sem leitt hefði til lækk-
unar á launakjörum verkafólks um allt að 17% á yfirstandandi ári
miðað við s. 1. ár og tryggja, eftir því sem unnt er að gera með launa-
samningum, þann kaupmátt, sem fyrir var. En það er til marks um
við hvað hefur verið að etja, að til þess að ná þessum samningum,
þurfti nær hálfsmánaðar allsherjarverkfall, hið víðtækasta í sögu ís-
lenskrar verkalýðshreyfingar.
89