Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 29.11.1976, Blaðsíða 89
Þingið varar nú allar launastéttir við þessari hættu, og slcorar á
alla vinnandi menn innan heildarsamtakanna, hvar í flokki sem þeir
eru, að standa traustan vörð um stéttarfélög sín og verja rétt þeirra
og spyrna á móti, að svona nokkuð verði nokkurn tíma reynt til að
óvirða íslenska launþega, hvorki á sjó eða landi.
33. þing ASÍ. Þingskjal 82.
ólit laganefndar.
Nefndin leggur til, að eftirfarandi breytingar verði gerðar á lög-
um ASÍ:
1. Við 13.gr.:
Síðustu tvær setningar: „Lög þeirra..............breytingar á
lögunum" orðist svo:
„Lög þeirra félaga, sem aðild eiga að landssamböndum öðlast
ekki gildi fyrr en stjórn hlutaðeigandi landssambands og mið-
stjórn ASÍ hafa staðfest þau. Sama gildir um breytingar á lög-
unum og inntökubeiðnum félaga í landssambönd."
2. Við 41. gr.:
Við bætist ný mgr., er verði 5. mgr. (og núverandi 5. mgr. verði
6. mgr.) svohljóðandi:
„LTm landsfélög skal þó gilda sú regla, að hafi handssamband,
sem það hefur rétt til að skipa sér í, ekki verið stofnað, og starfs-
svæði þess er landið allt, skal um skattgreiðslu þess fara svo sem
um landssamband væri að ræða. Verði ágreiningur um fram-
kvæmd þessarar mgr., skal sambandsstjórn skera úr þeim ágrein-
ingi, að fengnu áliti Skipulagsmálanefndar."
Nefndin er þeirrar skoðunar, að þau félög, sem greiða aukagjald
skv. 3. og 4. mgr. 41. gr., eigi vissan rétt á þjónustu úr hendi ASÍ,
með líkum hætti og landssamböndin yeita aðildarfélögum sínum.
85