Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 29.11.1976, Blaðsíða 74
Erindi frá Sveinafélagi skipasmiða um skattamál kom ekki til
atkvæðagreiðslu.
Svohljóðandi tillögu frá Jóhannesi B. Jónssyni var vísað frá með
159 atkv. gegn 46: ,,Oræfatillagan“.
„Þingið ályktar að gerð kjarasamninga vegna opinberra fram-
kvæmda í óbyggðum skulu vera í höndum viðkomandi verkalýðsfé-
laga og landssambanda, enda sjái þau um framkvæmd samninganna."
„Meðlimir verkalýðsfélaganna skulu bafa jafnan rétt til vinnu
í sinni starfsgrein, án tillits til búsetu. Þó telur þingið eðlilegt að
meðlimir verkalýðsfélaga, er starfa í þeirri sýslu er viðkomandi fram-
kvæmdir fara fram í, og áttu lögheimili í sýslunni 1. desember það ár
er framkvæmdir hefjast, skuli bafa forgang til vinnu í sinni starfs-
grein að öðru jöfnu.“
Þingskjal nr. 70, um gagnrýni á ríkisstjórnina, frá Bjarnfríði
Leósdóttur o. fl., var samþykkt með 176 atkvæðum gegn 97.
Ályktun á þingskjali 87 um kjara- og atvinnumál var samþykkt
með atkvæðum þorra þingfulltrúa gegn 3.
Vræðslnmál.
Stefán Ögmundsson bafði framsögu um fræðslumál. Rakti hann
starfsemi MFA síðustu fjögur ár og sagðist telja, að samkvæmt þeim
upplýsingum, sem fram koma á þingskjali 61, mættu þingfulltrúar
vel við una. I skjalinu kom fram, að námskeið bafa verið 38 með
897 þátttakendum, fræðslubópar bafa verið 24 með 344 þátttakend-
um og Félagsmálaskóli alþýðu bafði haldið fjórar annir með 69 þátt-
takendum. Alls bafa því 1310 félagsmenn verkalýðsbreyfingarinnar
notið þessarar starfsemi MFA. Einn bingfulltrúi tók til máls um
menningar- og fræðslumálin, Eiríkur Viggósson, Fél. matreiðslum.,
og bar fram tillögu F-53.
Þá barst tillaga frá Grétari Flannessvni o. fl. um tímaritið Vinn-
una, F-54. Báðum tillögunum var vísað til fræðslunefndar.
Við aðra umræðu talaði Stefán Ögmundsson fyrir menningar-
og fræðslumálanefnd, sem bafði lagt fram ályktun um fræðslu- og
menningarmál á þingskjali 64.
Fimm þingfulltrúar tóku til máls við aðra umræðu, en þar eftir
var tillaga nefndarinnar samþykkt samhljóða.
Einnig var samþykkt að vísa F-54 til MFA.
70