Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 29.11.1976, Blaðsíða 36
Rœða Edward J. Carlough,
formanns ameríska
plötusmiðasambandsins
á 33. þingi Alþýðusambands íslands
Herra forseti, miðstjórn Alþýðusambands íslands, fulltrúar, bræð-
ur og systur.
Fyrir hönd hinna 14/2 milljón félaga í bandaríska verkalýðssam-
tökunum (AFL-CIO) og formanns þeirra, George Meany, færi ég
ykkur hjartanlegar bróðurkveðjur.
Þetta er mikið afmælisár. Kjarabarátta samtaka ykkar hefur staðið
í 60 ár og þjóð ykkar hefur verið við lýði frá því á síðasta fjórðungi
9. aldar, á sama tíma og við í Bandaríkjunum eigum aðeins 200 ára
afmæli sem sjálfstæð þjóð. Eins og ungum þjóðum er títt, höfum
við haldið upp á þjóðarafmæli okkar undanfarna mánuði. Og með-
an á því stóð var kosin ný ríkisstjórn 2. nóvember s.l., sem gefa mun
meiri gaum að brýnum þjóðfélagslegum og efnahagslegum þörfum
þjóðarinnar. Fljá okkur ríkir þátttökulýðræði. I nær 100 ár hefur
bandaríska Alþýðusambandið barist fyrir því að koma á og þróa kerfi
heildarsamninga, sem byggjast á lýðræðislegum verkalýðsfélögum
er nái til meginþorra launþega, á virðingu fyrir vinnandi körlum og
konum og samstöðu þeirra. Og við erum stolt af að hafa kosið
Jimmy Carter sem forseta okkar.
En frjáls alþýða, frjálsar stofnanir og frjálsar þjóðir eru í minni-
hluta, vaxandi minnihluta í heiminum. Einræði kastar æ dekkri
skugga yfir þann hluta okkar vestræna heims, sem kallaður er Suður-
Ameríka. Pólitískt frelsi hefur verið bælt niður í mörgum löndum
sunnan landamæra okkar með hervaldi undir stjórn jafnt fasista sem
kommúnista. Og lítum við til Afríku og Asíu, er ástandið jafnslæmt.
32