Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 29.11.1976, Blaðsíða 71
Einnig tóku til máls Bjarnfríður Leósdóttir, Grétar Þorsteinsson
og Halldór Blöndal, sem einnig flutti dagskrártillögu, ásamt fleiri
þingfulltrúum, um samþykkt frumdraga að Stefnuyfirlýsingu ASl
og kosningu milliþinganefndar til að fjalla um stefnuskrána.
Þar sem um dagskrártillögu var að ræða, voru umræður um hana
ekki leyfðar.
Þingforseti lagði til að flutningsmenn tillögunnar féllust á, að
atkvæðagreiðslu um hana yrði frestað um stund, þannig að þing-
fulltrúum gæfist betra tækifæri til að ræða stefnuskrá ASl. Flutn-
ingsmenn féllust á þessa tillögu þingforseta, og var umræðum því
haldið áfram. Alls tóku 17 þ ingfulltrúar þátt í þessum umræðum.
Síðan var gengið til skriflegrar atkvæðagreiðslu um ályktun meiri-
hluta nefndarinnar.
2. mgr. í áliti Stefnuskrárnefndar — um kosningu milliþinga-
nefndar — var borin upp sérstaklega og fóru atkvæði sem hér segir:
Já 306, nei 49, auðir 4, ógildur 1.
1. og 3. málsgrein voru samþykktar samhljóða, svo og tillagan í
heild sinni.
Þá tók til máls Björn Jónsson, forseti ASÍ, og sagðist gleðjast yfir
afgreiðslu málsins. Hann sagði framgang þessa máls vera sögulegan
viðburð og þakkaði öllum þeim, er lagt höfðu hönd á plóginn.
Skýrsla forseta og reikningar ASl.
Snorri Jónsson flutti reikninga ASÍ á þingskjali 3 og vísast til þess.
Nokkrar umræður urðu um reikningana og starfsemi ASl al-
mennt.
Sæmundur Valdimarsson, Dagsbrún, ræddi um hlutföllin í mið-
stjórn ASl. Benti hann sérstaklega á þann ójöfnuð, sem hann taldi
ríkja þar á milli aðildarsamtaka.
Björgvin Sigurðsson, Selfossi, gat um þá þjóðstjórnarsamvinnu,
sem miðstjórn ASÍ framfylgdi að hans mati. Kvaðst hann vera and-
vígur tilskipunum „ofan frá“, og að baráttuhugur hefði almennt
dofnað.
Kolbeinn Friðbjörnsson sagði, að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins á
þinginu væru þar til þess eins að tryggja hagsmuni flokksins. Ræddi
hann einnig um reikninga ASl og MFA.
67