Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 29.11.1976, Side 97

Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 29.11.1976, Side 97
af verðbólgunni er á hinn bóginn sífellt velt af fullum þunga yfir á herðar alþýðunnar. Því ítrekar þingið þá grundvallarkröfu, að dreg- ið verði úr verðbólgunni og fjárfestingarmálum komið í skipulegt horf. Sjávarútvegur og fiskvinnsla eru meginstoðir atvinnu í mörgum byggðarlögum og hinar gjöfulu auðlindir hafsins munu enn um langa framtíÖ verða undirstaða velmegunar á íslandi. Þessar auð- lindir eru í hættu vegna ofveiði og þar með afkomugrundvöllur margra byggðarlaga og þjóÖarinnar í heild. Því telur þingið eitt brýn- asta verkefni hagstjórnar á íslandi að skipuleggja nýtingu miðanna þannig, að afrakstur þeirra sé tryggður til frambúðar. Stjórnvöld hafa ekki gegnt þeirri skyldu sinni, að gera þær ráðstafanir til vernd- ar fiskistofnunum, sem öll þjóðin veit, að óhjákvæmilegar eru. 33. þing ASÍ 'lýsir yfir þeim eindregna vilja sínum, að eiga fullan hlut að sínu leyti í þeim ráðstöfunum, sem gera þarf til þess að framtíð- arhagsmunir fiskvinnslufólks um hinar dreifðu byggðir landsins verði tryggðir og er reiðubúið til samstarfs um þetta vandasama mál og krefst þess, að nú þegar verði gengið frá lausn á því máli. Jafnframt þarf að skipuleggja uppbyggingu fiskiflotans og fiskvinnsl- unnar í samræmi við sóknarþol fiskistofna, atvinnuþörf byggðarlaga og afkastagetu og verkefnaþörf innlendra skipasmíðastöðva.. Þingið telur, að átaks sé þörf í þessum efnum og verulegum árangri verði ekki náð nema á grundvelli skipulegs áætlunarbúskapar. Landbúnaður gegnir mikilvægu hlutverki í efnahagslífi íslend- inga. Hann sér ýmsum iðngreinum fyrir hráefni og tryggir neyt- endum matvæli. Innlend framleiðsla þarf að fullnægja þörf innan- lands fyrir íslenskar landbúnaðarvörur. Oryggis- og byggðasjónarmið réttlæta, að nokkru sé kostað til að ná þessum markmiðum. Á hinn bóginn telur þingið, að endurskipuleggja verði aðferðir til stuðnings landbúnaði til þess að hafa stjórn á heildarmagninu og beina fram- leiðslunni á hagkvæmar brautir. Iðnaðurinn hlýtur á komandi árum að veita sífellt fleirum at- vinnu og verða æ veigameiri þáttur í atvinnulífinu. Með eflingu iðnaðar má renna fleiri stoðum undir íslenskt efnahagslíf. Að frá- töldum fiskimiðunum er hin mikla vatns- og varmaorka í fallvötnum og jarðhita aðalauðlind Islands. Þá auðlind verður að beisla til framdráttar innlendri iðnaðaruppbyggingu. 93
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142

x

Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ...

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ...
https://timarit.is/publication/1793

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.