Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 29.11.1976, Side 98

Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 29.11.1976, Side 98
Það er álit þingsins, að íslenskur iðnaður búi ekki við hliðstæð skilyrði varðandi tollamál og aðgang að fjármagni eins og hinar meginatvinnugreinarnar, sjávarútvegur og landbúnaður. Þessu telur þingið að verði að breyta og skapa verði iðnaðinum góð vaxtarskil- yrði. Verslun og þjónusta eru mikilvægir þættir í nútímaþjóðfélagi. Þingið ítrekar hins vegar nauðsyn þess, að öllum milliliðakostnaði sé haldið í skefjum, þannig að gróðahagsmunir og skipulagsleysi spenni ekki upp verðlag í landinu. Atvinnuþátttaka giftra kvenna hefur aukist hröðum skrefum und- anfarin ár og störf þeirra utan heimilis verða stöðugt mikilvægari bæði fyrir fjárhag heimilisins og atvinnulífið. Það er brýnt, að fé- lagsleg þjónusta, svo sem dagvistunaraðstaða, verði aukin, þannig að bæði hjónin geti starfað utan heimilis, ef þau óska þess. Þá leggur þingið áherslu á, að starfsemi atvinnurekstrarins verði almennt að haga þannig, að sem flestir geti fengið störf við sitt hæfi. Bæði þarf að tryggja fólki aðstöðu til þess að fá hlutastörf og eins verður að taka sérstakt tillit til fólks með skerta starfsgetu. Markviss uppbygging atvinnuveganna er undirstaða almennrar velmegunar og fullrar atvinnu við arðbær störf, en skipulagsleysi rýrir afkomumöguleika vinnandi fólks. Því ítrekar þingið kröfu sína um skipulag atvinnugreinanna á grundvelli áætlunarbúskapar. Ályktun um skattamál. (Þskj. 69) 33. þing Alþýðusambands Islands telur að breytingar á skatta- lögum og allri framkvæmd þeirra sé nú orðið meðal brýnustu hags- muna- og réttlætismála fyrir alla alþýðu manna. Það telur því óhjá- kvæmilegt og gerir kröfu til að breytingar verði gerðar í fullu sam- ráði við verkalýðssamtökin. Þingið telur að breytingar á skattakerf- inu verði m. a. að byggjast á eftirfarandi: 1. Að beinir skattar til ríkis og sveitarfélaga verði lækkaðir, þannig að dagvinnukaup skv. öllum töxtum félaga almenns verka- fólks verði með öllu skattfrjálst hjá einstaklingum. Þeirri tekju- lækkun, sem þetta hefði í för með sér fyrir sveitarfélögin, yrði mætt að miklum hluta með tilfærslu frá ríkinu. Áhersla er lögð á, að 94
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142

x

Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ...

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ...
https://timarit.is/publication/1793

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.