Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Blaðsíða 10

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Blaðsíða 10
8 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 3. tbl. 97. árg. 2021 Hverjir eru kostirnir við að vera heilsugæsluhjúkrunarfræðingur? ,,Kostirnir eru ótvíræðir. Vinnutíminn er fjölskylduvænn því við vinnum ekki á vöktum, starfið er líka mjög fjölbreytt en það eru þó ekki allir hjúkrunarfræðingar sem vinna á öllum póstum. Ég er til dæmis ekki í ungbarnavernd en ég er aftur á móti í heilsueflingunni, bæði í sykursýkis- og lífsstílsmóttöku, auk þess að sinna hjúkrunarvaktinni. Við erum síðan að byrja að skipuleggja aukna þjónustu við aldraða sem verður hluti af heilsueflandi móttöku. Verkefnin eru fjölbreytt og það er auðvelt að vera sjálfstæður í starfi. Ég er mjög heppin með samstarfsfólk og ég upplifi jafnræði á vinnustaðnum,“ útskýrir hún. Hvernig hefur síðasta ár verið frábrugðið og hvaða lærdóm má draga af því? „Þegar ég lít til baka, þetta eina og hálfa ár síðan COVID-19 byrjaði finnst mér langt um liðið síðan við stóðum hér í norðanáttinni fyrir utan heilsugæsluna og tókum sýni hjá fólki í gegnum bílrúður. Þetta var í byrjun faraldursins, áður en við fórum að sinna þessu miðlægt á Suðurlandsbrautinni og síðar í Laugardalshöllinni með bólusetningarnar. Hér innanhúss voru gerðar ráðstafanir sem miðuðu að því að vernda starfsemina. Vinnustaðnum var skipt upp í sóttvarnarhólf og unnið var að heiman. Við héldum uppi ungbarna- og mæðravernd en í rauninni kom nánast enginn inn á stöðina öðruvísi en að tala fyrst við hjúkrunarfræðing. Erindin voru leyst, eins og hægt var, í gegnum símann og þjónusta eins og sykursýkismóttakan með reglubundnu eftirliti varð að bíða.“ Arna segir að þetta hafi verið mjög skrýtinn tími en líka lærdómsríkur. „Við lærðum margt af þessari reynslu og munum halda áfram með ýmislegt sem við þurftum að taka upp. Við byrjuðum til dæmis alla daga á að taka stöðuna á stuttum fundi; hver voru nýjustu tilmæli frá sóttvarnaryfrvöldum og hvaða reglur giltu þann daginn. Við höfum haldið í þessa örfundi í byrjun vinnudags og förum yfir stöðuna þó að COVID sé ekki lengur aðalmálið. Það er almenn ánægja með fundina og þeir eru örugglega komnir til að vera. Við lærðum líka hvað teymisvinnan er okkur mikilvæg. Við unnum mikið hvert í sínu horninu á þessum tíma og ég held við séum flest sammála um að við viljum öll meiri teymisvinnu,“ segir hún. Hvernig er forvörnum sinnt innan heilsugæslunnar? Strax á meðgöngutíma fá foreldrar fræðslu og upplýsingar og reynt er að styðja við verðandi foreldra eins og hægt er. Ung- og smábarnaverndin tekur síðan við með áframhaldandi eftirliti og fræðslu. Skólaheilsugæslan tekur við keflinu þegar börnin byrja í grunnskóla. Þar fylgjumst við með vexti og þroska barna; í fyrsta, fjórða, sjöunda og níunda bekk. Hæð, þyngd og sjón er mæld og staðan metin. Haft er samband við foreldra ef barnið beygir upp eða niður af kúrfu og þeim boðinn stuðningur og aðstoð. Þetta getur verið viðkvæmt en það er mikilvægt að ræða við foreldra og bjóða aðstoð. Einnig er fjölbreytt fræðslu- og forvarnarvinna í gangi í skólunum sem tengist meðal annars geðrækt, öryggi og kynþroskanum svo eitthvað sé nefnt. Því miður er þessi fræðsla einungis í boði fyrir nemendur upp í 10. bekk. Að mínu mati er mikil þörf fyrir hjúkrunarfræðinga í framhaldsskólunum, en ég held að það sé eingöngu hjúkrunarfræðingur í tveimur framhaldsskólum í dag. Það er mikið að gerast hjá unglingum á þessum aldri og viðfangsefnin margvísleg; svefn, næring, hreyfing, geðvernd og mál sem tengjast neyslu. Listinn er langur. Allt í einu eru unglingar sem byrja í framhaldsskóla komnir úr skólamötuneytinu og þurfa að passa upp á sig sjálfir, það þykir kannski ekki lengur töff að mæta á æfingar eins og áður og rannsóknir sýna að svefninn er ekki nógu góður hjá þessum aldurshópi. Börn eru börn til 18 ára aldurs og ættu að fá þjónustu frá skólaheilsugæslunni þangað til að mínu mati. Þarna er sóknarfæri.“ „ ... ég hef líka í vaxandi mæli sinnt fólki sem er með offitu og sit í stjórn fagfólks um offitu vegna þess að ég vil að við hlúum betur að þessum hópi. Vandinn er viðkvæmur og úrræðin því miður ekki mörg.“ Viðtal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.