Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Blaðsíða 74
72 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 3. tbl. 97. árg. 2021
Að ná tökum á kvíðanum
Niðurstöður rannsóknarinnar gefa vísbendingu um að
upplifun kvenna af HAM-námskeiði sé góð og flestar lýsa
jákvæðri upplifun við að ná tökum á kvíðanum og láta hann
ekki stjórna lífi sínu. Það sem einkenndi konurnar sem þátt
tóku í rannsókninni var að þær vildu allar reyna að gera það
besta úr aðstæðum sínum og áttu það sameiginlegt að vilja
ná tökum á lífinu með því að leita sér aðstoðar. Áhugaverðar
niðurstöður er að finna í eigindlegri rannsókn Bernhardsdottir
o.fl., (2014) þar sem nokkur þemu þeirrar rannsóknar eru
sambærileg við upplifun kvenna í okkar rannsókn. Þetta
samræmist þeim þætti í rannsókninni að þátttakendum fannst
gott að fá verkfæri HAM í hendurnar eins og hugsanaskrána.
HAM- námskeiðið hjálpaði þeim að endurmeta neikvæðar
hugsanir og þær fóru að hugsa hlutina upp á nýtt með
jákvæðari og uppbyggilegri hætti sem var lykillinn að því að
þeim fór mörgum að líða betur.
Þátttakendum leið ekki öllum vel í byrjun en þegar andlega
líðanin batnaði fylgdi betri líkamleg líðan í kjölfarið. Margar
fundu fyrir meira sjálfstrausti. Þannig náðu þær bæði betri
stjórn á huganum og líkamanum og margar fundu fyrir minni
kvíða og gátu áttað sig á ástæðum þess að þeim leið illa.
Svipaðar niðurstöður má finna í eigindlegri rannsókn eftir
HAM-hópmeðferð hjá konum sem voru að glíma við andlega
vanlíðan eftir fæðingu (Masood o.fl., 2015). Konurnar í okkar
rannsókn fundu fyrir auknu sjálfstrausti og sjálfstjórn sem
samræmist niðurstöðum í rannsókn Bernhardsdottir o.fl.,
(2014).
Konurnar í okkar rannsókn, ræddu um líkamsímynd
óléttunnar og móðurhlutverkið sem olli þeim áhyggjum og
kvíða og þær höfðu áhyggjur af því hvað fólk og samfélags-
miðlar segðu til dæmis um útlit þeirra og stærðina á
bumbunni. Í niðurstöðum okkar kom í ljós að konurnar höfðu
missterka sjálfsmynd og því gat svona umræða haft talsverð
neikvæð áhrif á þær. Í ástralskri eigindlegri rannsókn Staneva
o.fl., (2017) sögðu barnshafandi konur með andlega vanlíðan
frá sams konar áhyggjum og þær sögðust finna fyrir þrýstingi
með að líta alltaf vel út, virðast glaðar og ánægðar með
meðgönguna. Niðurstöður okkar rannsóknar líkt og í rannsókn
Staneva o.fl., (2017) gefa vísbendingu um að miklar kröfur
og sterk skilaboð í orðræðu samfélagsins valdi óöryggi og
auki á kvíða og vanlíðan hjá konum. Það er sífellt algengara
að konur glími við kvíða fyrir og eftir fæðingu. Í rannsókn
Kristensen o.fl., (2018) kom einnig fram að foreldrahlutverkið
geti verið flókið, sérstaklega fyrir frumbyrjur. Mikilvægt er að
fylgjast afar vel með frumbyrjum því samfélagsmiðlar hafa
mikil áhrif á andlega líðan kvenna, heimur frumbyrja sé að
breytast og væntingar þeirra til móðurhlutverksins séu oft
aðrar en raunveruleikinn og það getur verið erfitt og krefjandi
til dæmis þegar barnið er óvært, sömuleiðis þegar baklandið
er lítið eða þegar erfiðleikar verða í sambandinu (Borglin
UMRÆÐUR
og Telma orðaði það.
Mikilvægt að halda líka sjálf áfram þessari vinnu og
halda áfram í viðtölum hjá sálfræðingnum ef maður
hefur eitthvað farið til sálfræðings þá veit maður að
vinnan liggur hjá þeim sem er í meðferðinni en ekki hjá
sálfræðingnum, hann er ekki með einhvern sprota
(Telma).
Þriðja þemað er; maður er ekki einn. Flestum fannst mikil
heilun í því að deila reynslunni og að vita að maður er ekki
einn með þessar hugsanir og líðan en það var mismunandi
eftir samsetningu hópsins hvort þeim fannst stuðningur
í hópnum. Þær sem voru á hópnámskeiði eingöngu með
barnshafandi konum fannst öllum hópurinn vera stuðningur
og þær fundu fyrir samstöðu hver með annarri og meiri
umræður sköpuðust. Rögnu fannst gott að finna fyrir
samstöðu með hinum konunum og Jóhanna tók í svipaðan
streng: „Þetta var fjölbreyttur hópur af konum og gott að sjá
og upplifa að maður er ekki einn. Það var gott að geta verið
í hóp þar sem allt mögulegt er rætt“ (Jóhanna). Konurnar í
blandaða hópnum fundu ekki fyrir eins miklum stuðningi frá
hópnum. Telmu fannst ekki stuðningur í hópnum því það voru
svo fáir að tjá sig og deila líðan, hugsun og upplifun sinni,
henni fannst vanta meiri umræður í lokin.
Síðasta undirþemað fjallaði um hversu mikilvægt konunum
þótti að geta talað um líðan sína; að tala opinskátt. Þær lýstu
því allar hversu mikilvægt það var að hafa góðan félagslegan
stuðning í kringum sig og gott bakland frá maka, fjölskyldunni
eða vinum. Sérstaklega þegar þeim leið illa og hvað það var
þá mikilvægt að geta talað opinskátt um líðan sína svo að
fólkið í kring skilji og geti þannig veitt þeim stuðning: „Að geta
talað um mína líðan og sagt, heyrðu mér líður bara pínu illa
núna getur þú leyft mér að vera ein og í friði í smástund, en
hann (maki) er mjög skilningsríkur með mig og minn kvíða“
(Ragna).
Bjargráðin – Að nýta sér alls konar hluti
Síðasta meginþemað nefnist; Bjargráðin – að nýta sér alls
konar hluti. Eftir námskeiðið gripu konurnar til ýmissa
bjargráða til að takast á við kvíða eða vanlíðan. Bjargráðin
nýttust þeim í mörgum þáttum daglegs lífs, þær lærðu nýjar
aðferðir til að koma á breytingum í lífi sínu og til að fá meira
út úr lífinu. Þær fóru að hugsa meira um að gera hluti sem
stuðluðu að þeirra eigin vellíðan og upplifðu að þær væru
meðvitaðri um að nýta sér ýmis bjargráð.
Þessi hugsanaskrá mér finnst hún langbesta verkfærið en
ég geri þetta ósjálfrátt núna í huganum, ég nýtti mér líka
hin verkfærin ... ég hef aldrei verið eins vel á mig komin
andlega og líkamlega eins og þegar ég fór út í langan
göngutúr og hlustaði á tónlist, ég var sú sem labbaði
meðfram götunni og dansaði, en það er eitthvað sem ég
þarf að koma inn á listann hjá mér, ég þarf að gera meira
fyrir mig (Jóhanna).
Konurnar voru flestar orðnar félagslega virkari og létu
félagskvíðann ekki stoppa sig og reyndu að gera eitthvað
ánægjulegt fyrir sig. Það sem þær nýttu sér til að líða betur
var m.a. hugsanaskráin, ýmiss konar skipulag og endurmat,
gera eitthvað ánægjulegt fyrir sig eins og hreyfingu, fara í
göngutúra, sund og jóga. Einnig prófuðu sumar hugleiðslu,
slökun eða flot í vatni.