Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Blaðsíða 70
68 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 3. tbl. 97. árg. 2021
Mynd 1. Vitrænn ferill Vancouvers-skólans í fyrirbærafræði
1. Að vera kyrr7. Að sannreyna
2. Að ígrunda
6. Að raða saman
3. Að koma auga á5. Að túlka
4. Að velja
Þátttakendur og úrtak
Í rannsókninni var notað tilgangsúrtak. Skilyrði fyrir þátttöku
var að vera kona, búa á Íslandi, tala íslensku, vera að glíma
við andlega vanlíðan (kvíða, þunglyndi eða streitu) í daglegu
lífi og hafa nýlokið sex skipta HAM-námskeiði. Leitað var
eftir þátttöku kvenna sem höfðu sótt HAM-námskeið
annaðhvort fyrir barnshafandi konur eða HAM-námskeið
sem var bæði ætlað konum og körlum. Þær átta konur
sem samþykktu þátttöku voru á misjöfnum aldri, sumar
barnshafandi, frumbyrjur, aðrar fjölbyrjur með ung eða
eldri börn og ein barnlaus. Fjórar þeirra sóttu námskeið fyrir
barnshafandi konur og fjórar höfðu sótt námskeið þar sem
var blandaður hópur. Í lok námskeiðanna var þátttakendum
afhent upplýsingablað þar sem rannsóknin var kynnt og þeir
beðnir um að hafa samband við rannsakendur í gegnum
tölvupóstfang ef þeir gæfu kost á sér í rannsóknina.
Námskeiðin voru haldin á tveimur heilsugæslustöðvum á
höfuðborgarsvæðinu og rannsakendur komu ekki að sjálfum
námskeiðunum. Á öðru þeirra leiðbeindu tveir sálfræðingar en
um hitt sáu sálfræðingur og ljósmóðir. Leiðbeinendur höfðu
öll mikla reynslu í notkun HAM-aðferðarinnar.
þeirra voru einnig með aðra geðröskun (Lydsdottir o.fl., 2014).
Samanburðarrannsókn á 562 konum úr áðurnefndri rannsókn,
sýndi að 360 (64,5%) þeirra fundu fyrir andlegri vanlíðan. Þessi
háa tala lýsir því að þær voru líklegri að þiggja þátttöku heldur
en konur sem ekki fundu fyrir andlegri vanlíðan. Konurnar
með andlegu vanlíðanina voru marktækt óánægðari í
parasambandi sínu sem og með verkaskiptinguna á heimilinu
og umönnun barnanna (Jonsdottir o.fl., 2017). Í rannsókn
Mörgu Thome (2009) kom í ljós að fimmta hver móðir finnur
fyrir mikilli streitu í foreldrahlutverkinu og í annarri rannsókn
hennar og fleiri (Thome o.fl., 2012) lýstu 14% kvenna
endurteknum þunglyndiseinkennum þremur mánuðum eftir
fæðingu. Nýleg rannsókn um vanlíðan eftir fæðingu sýndi að
auk þunglyndiseinkenna upplifðu konurnar streitu, þreytu,
pirring og svefnleysi (Wilson o.fl., 2019).
Fæðingarþunglyndi er skilgreint eins og þunglyndi almennt
en byrjar oft um það bil fjórum vikum eftir fæðingu en getur
einnig birst hvenær sem er á fyrsta ári barnsins. Einkenni
móður eru margvísleg svo sem sektarkennd, einangrun, skert
sjálfmynd, örvænting, ótti, orkuleysi, einbeitingarskortur,
minnkuð kynhvöt, þráhyggja og sjálfvígshugsanir (Kerstis o.fl.,
2016).
Fræðileg samantekt frá 2016 benti á að inngrip eins og HAM
í heilsugæslunni hjálpaði konum með andlega vanlíðan
eftir fæðingu því meðferðin stuðlaði að betri aðlögun að
foreldrahlutverkinu, betri hjúskapartengslum og félagslegum
stuðningi, minni streitu og kvíða allt að sex mánuðum eftir
inngripið (Stephens o.fl., 2016). Snemmtæk íhlutunarmeðferð
hjá konum með viðvarandi kvíða sýndi fram á jákvæða
tengslamyndun hjá móður og barni (Dennis o.fl., 2017).
Við heimildaleit fannst takmarkaður fjöldi eigindlegra
rannsókna sem fjalla um reynslu kvenna almennt af HAM en
í rannsókn O’Mahen o.fl., (2012) sem 23 mæður með andlega
vanlíðan tóku þátt í komu fram nokkur þemu sem falla vel að
meðferðarúrræði HAM. Þær lýstu áhyggjum af lágu sjálfsáliti,
móðurhlutverkinu og mannlegum samskiptum sem leiddu
til neikvæðara hugsana og hegðunar, auk minni hreyfingar
og virkni. Í rannsókn Bernhardsdottir o.fl., (2014) á reynslu
kvenkyns háskólanema, sem voru með kvíða og fengu
hópmeðferð í HAM kom í ljós að þeim fannst hópsamræðurnar
og meðferðin hjálpa við að skilja hugsanir betur og
endurskipuleggja þær. Þeim fannst þær einnig öðlast meira
innra jafnvægi og sjálfstraust. Svipaðar niðurstöður er að finna
í rannsókn þar sem 17 konur sem voru að glíma við andlega
vanlíðan eftir fæðingu höfðu fengið HAM-hópmeðferð.
Íhlutunin var gagnleg og þær upplifðu jákvæða breytingu á
viðhorfum sínum, tilfinningum, hegðun og sjálfstraust þeirra
jókst. Þeim fannst gagnlegt að miðla upplýsingum sín á milli
og tengdu vandamál hinna við sín eigin sem hjálpaði þeim
(Masood o.fl., 2015).
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins tók upp nýjar
vinnuleiðbeiningar haustið 2020 við skimun og meðferð
þunglyndis og kvíða í ung- og smábarnavernd. Meiri áhersla
er lögð á samræmt verklag, samráðsfundi, samvinnu
heilbrigðisstétta og að bjóða upp á viðtal og mat hjá
hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum (Þróunarmiðstöð
íslenskrar heilsugæslu, e.d.). HAM- námskeið er eitt af þeim
úrræðum sem eru í boði og því mikilvægt að kanna reynslu
kvenna með andlega vanlíðan af áhrifum HAM.
Tilgangur rannsóknarinnar er að kanna reynslu kvenna af
áhrifum HAM-atferlishópameðferð sem í heilsugæslu er veitt
konum með andlega vanlíðan og kanna hvaða áhrif meðferðin
hefur á líðan þeirra. Rannsóknarspurningin er: Hver er reynsla
kvenna með andlega vanlíðan af áhrifum HAM-hópmeðferðar
sem veitt er á heilsugæslustöð?
Í rannsókninni var notuð eigindleg aðferð og valin fyrirbæra-
fræðileg nálgun sem ætlað er að bæta skilning á fyrirbærum
(Brinkmann og Kvale, 2015). Rannsóknaraðferð Vancouver-
skólans í fyrirbærafræði var valin til að fá svar við rannsóknar-
spurningunni. Með því að nota þessa aðferð fær rannsak-
andinn góðar upplýsingar sem annars væri erfitt fyrir hann að
afla en tilgangur fyrirbærafræðinnar er að reyna að lýsa, skilja
og túlka merkingu þátttakenda eftir ákveðna upplifun eða
reynslu í lífinu (Sigríður Halldórsdóttir, 2013). Tilgangurinn er
að auka skilning á mannlegum þáttum með það fyrir augum
að bæta þjónustu eins og heilbrigðisþjónustu. Farið er í
gegnum vitræna þætti allt rannsóknarferlið (mynd 1).
AÐFERÐ
Að ná tökum á kvíðanum