Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Blaðsíða 71
3. tbl. 97. árg. 2021 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 69
Þrep í rannsóknarferlinu Það sem gert var í rannsókninni
Þrep 1.
Val á þátttakendum - úrtakið.
Þátttakendur voru átta konur sem uppfylltu skilyrði fyrir þátttöku. Þær voru valdar með
tilgangsúrtaki. Fjórar höfðu sótt HAM-námskeið fyrir barnshafandi konur og fjórar höfðu sótt
blandað námskeið ætlað bæði konum og körlum.
Þrep 2.
Undirbúningur hugans, vera kyrr.
Fyrirframgefnar hugmyndir um fyrirbærið ígrundaðar og settar meðvitað til hliðar.
Þrep 3.
Gagnasöfnun – Þátttaka í samræðum.
Eitt viðtal var tekið við hvern þátttakanda sem var 35-45 mínútna langt.
Þrep 4.
Byrjandi gagnagreining – Skerpa vitund um hugmyndir og
hugtök.
Viðtölin hljóðrituð og skrifuð orðrétt upp. Hugmyndum komið í orð og vinnsla við gagnasöfnun og
gagnagreiningu.
Þrep 5.
Þemagreining, að setja orð á hugmyndir.
Rannsakendur lásu viðtölin oft yfir til að greina aðalatriðin í frásögnum þátttakenda. Notaður var
yfirstrikunarpenni og athugasemdir skrifaðar á spássíur. Greind voru megin- og undirþemu.
Þrep 6.
Greiningarlíkan búið til fyrir þátttakendur – að átta sig á
reynslu hvers einstaklings.
Rannsakendur bjuggu til greiningarlíkön með hugtökum og orðum hvers þátttakanda. Megin- og
undirþemu voru dregin fram í frásögn þátttakenda.
Þrep 7.
Staðfesting á hverju greiningarlíkani með þátttakendum.
Staðfesting var fengin frá þátttakendum með því að senda hverjum sitt greiningarlíkan, sem var
fylgt eftir með símtali og farið yfir það .
Þrep 8.
Heildargreiningarlíkan búið til úr átta
einstaklingsgreiningarlíkönum.
Rannsakendur báru saman greiningarlíkön allra þátttakenda og bjuggu til eitt
heildargreiningarlíkan með sameiginlegum þemum.
Þrep 9.
Heildargreiningarlíkanið borið saman við rannsóknargögnin.
Viðtölin voru aftur lesin yfir og borin saman við heildargreiningarlíkanið til að tryggja samsvörun í
niðurstöðunum.
Þrep 10.
Aðalþema sett fram til að lýsa fyrirbærinu.
Yfirþema í rannsókninni var: að ná tökum á kvíðanum og láta hann ekki stjórna. Það lýsir reynslu
kvenna með andlega vanlíðan af hugrænni atferlishópmeðferð.
Þrep 11.
Staðfesting á heildargreiningarlíkani og aðalþema með
nokkrum viðmælendum.
Fjórum þátttakendum var sent heildargreiningarlíkanið og fékkst staðfesting frá þeim á
greiningarlíkaninu.
Þrep 12.
Niðurstöðurnar skrifaðar þannig að viðhorf allra komi fram.
Trúverðugleiki niðurstaðna var aukin með því að vitna beint í orð þátttakenda.
NIÐURSTÖÐUR
Gagnasöfnun
Tekin voru viðtöl við viðmælendur en aðferðin byggir á því að
nota viðtöl sem gagnasöfnunaraðferð sem gefur upplýsingar
um meðferðina á meðan á henni stendur og er á sama tíma
árangursrík leið til að fá svör við rannsóknarspurningunni
(Helga Jónsdóttir, 2013). Hringt var í konurnar sem höfðu
skrifað undir samþykki. Tekin voru hálfopin einstaklingsviðtöl
sem fóru fram á heilsugæslustöð eða á heimili kvennanna.
Viðtalsramminn innihélt sjö opnar spurningar. Tekið var eitt
viðtal við hverja þessara átta kvenna og var lengd viðtala 35-
45 mínútur. Í upphafi viðtals var farið yfir kynningarbréfið.
Gagnagreining
Hvert og eitt viðtal var hljóðritað og skrifað orðrétt upp
og greint samkvæmt aðferð Vancouver-skólans. Í öllum
þáttum er um ígrundun að ræða. Þrepin í rannsóknarferlinu
eru í heild 12 (tafla 1) og farið eftir þeim í gagnasöfnun og
gagnagreiningu. Öllum þátttakendum voru gefin gervinöfn
þannig að ekki væri hægt að tengja einstaklinga við viðtölin.
Greiningarlíkan allra þátttakenda myndaði heildarmynd þar
sem fram kom reynsla þeirra af fyrirbærinu. Að lokum var haft
samband aftur við helming viðmælanda, fjórar konur og var
heildargreiningarlíkanið borið undir þær.
Siðfræði
Vísindasiðanefnd veitti framkvæmd rannsóknarinnar
leyfi (VSN-19-066). Þátttakendur fengu bæði munnlega
og skriflega kynningu á rannsókninni og skrifuðu undir
samþykkisblað. Í kynningarbréfinu kom fram að þátttakendur
gætu hætt þátttöku hvenær sem var og einnig neitað að
svara spurningum án þess að gefa skýringu. Þátttakendum
var heitið fullum trúnaði, fengu gervinöfn og staðháttum
breytt. Þátttakendum stóð jafnframt til boða ókeypis tími hjá
sálfræðingi heilsugæslunnar í kjölfar viðtals en enginn nýtti
sér þá þjónustu.
Viðmælendurnir átta voru á aldrinum 26-47 ára. Yfirþema
rannsóknarinnar var: að ná tökum á kvíðanum og láta hann
ekki stjórna. Alls voru greind fimm meginþemu; að reyna að
gera það besta úr sínum aðstæðum; að ná tökum á kvíðanum
og láta hann ekki stjórna; að hafa meiri stjórn á huganum og
líkamanum; stuðningurinn og eftirfylgnin skiptir öllu máli;
bjargráðin að nýta sér alls konar hluti. Síðan voru greind
mismörg undirþemu undir hverju þema (Sjá mynd 2).
Að reyna að gera það besta úr sínum aðstæðum
Fyrsta meginþemað var nefnt að reyna að gera það besta úr
sínum aðstæðum og tvö undirþemu voru greind þar; allar með
eitthvað í bakpokanum og vanlíðan síðan í barnæsku. Konurnar
voru allar að glíma við andlega vanlíðan eins og kvíða,
þunglyndi og/eða félagskvíða. Þær höfðu fundið fyrir kvíða
og vanlíðan síðan í barnæsku og hafði kvíðinn hamlað þeim
í daglegu lífi. Þær áttu það einnig sameiginlegt að hafa allar,
auk depurðar og kvíða, borið með sér einhverja erfiðleika í
gegnum lífið eins og áföll eða veikindi.
Ritrýnd grein | Peer review