Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Blaðsíða 48

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Blaðsíða 48
46 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 3. tbl. 97. árg. 2021 Gæðastaðall um forvarnir gegn sárum á Sóltúni Starfsfólk notar gæðastaðla sem leiðarljós í starfi. Gæðastaðall um sár gengur út á að íbúar á Sóltúni séu í sem minnstri hættu á að fá sár þrátt fyrir bága heilsu. Í anda hugmyndafræði Sóltúns er lögð áhersla á að íbúar séu með í ráðum. Skilgreining Þrýstingssár er staðbundin vefjaskemmd í húð sem orsakast af núningi, togi, þrýstingi eða samblandi af öllu þessu. Þau eru metin í stigum eftir alvarleika vefjaskemmdar. Stig 1, þá er stöðugur roði á húð sem hverfur ekki þó þrýstingi sé aflétt. Stig 2, þá er húðlag skaddað, svo sem afrifur, blaðra eða grunnt sár. Stig 3, þá er húðlag skaddað þannig að sést í fituvef, djúpt sár jafnvel með holrými undir aðliggjandi vefjum eða fistli. Stig 4, þá er húðlag og fituvefur horfinn, sést í vöðva og bein. Viðmið • Starfsfólk skal geta tekist á af öryggi við forvarnir gegn sárum og það á að búa yfir staðgóðri þekkingu. • Öll sár skal skrá í Sögu/RAI-mat. • Gæðavísar samkvæmt RAI-matstækinu eru mældir þrisvar á ári. Í Sögu er kannað í hversu mikilli sárahættu (Bradenkvarði) vistmenn eru og meðferð þeirra er endurskoðuð reglulega. • Sárateymi skal nota RAI-matslykil (protocol) um sár og veita ráðgjöf eftir þörfum. • Boðið skal upp á öfluga símenntun starfsmanna. Framkvæmd • Sáramat fer fram hjá öllum íbúum í hjúkrunarskrá Sögu og RAI-matstæki. • Forvarnir gegn sárum eru ákvarðaðar af teymi fagfólks, í samráði við íbúa og aðstandendur þeirra. • Hluti af forvörnum felst í að fræða íbúa og aðstandendur þeirra og leiðbeina þeim um sár og varnir gegn þeim. Árangursviðmið • Íbúar tjái sig um viðunandi andlega og félagslega líðan. • Aðstandendur séu sáttir við þá þjónustu sem ástvinir þeirra fá og skynja að einstaklingsbundnum þörfum íbúa sé sinnt. • Starfsmenn séu öruggir í starfi varðandi meðferð íbúa sem eiga á hættu að fá sár. • Að innan við 2,7-11% íbúa séu með sár. (sjá nánar um gæðastaðal á www.soltun.is) Markmiðið er að vera sem næst grænu línunni. Óæskilegt er að fara yfir rauðu línuna. Gæðateymi Sóltúns setti fram gæðaviðmið fyrir sár, stig 1-4. Lágmarksviðmið var 5% og hámarksviðmið 15%. Árið 2013 ákvað gæðateymið að breyta viðmiðum þannig að efri mörk yrðu 11% og neðri mörk 2,7% til samræmis við viðmið frá Embætti landlæknis. Alltaf er stefnt að því að Sóltún mælist sem næst lágmarksviðmiði. Allir íbúar eru metnir þrisvar á ári. Mat fór því fram í 4.779 skipti á Sóltúni á tímabilinu 2006 til 2020. Sóltún hefur náð betri árangri í gæðavísi um þrýstingssár, stigi 1-4, með auknu eftirliti gæðateymis. Þær vísbendingar um ný þrýstingssár, sem koma fram á hjúkrunarheimilinu, eru fyrst og fremst sár á 1. stigi. Um 6% íbúa Sóltúns voru með slík sár árin 2011 og 2012 (sjá mynd 1). Árin 2017 og 2018 komu óvenjumargir íbúar inn með þrýstingssár. Íbúar á Sóltúni í áhættuhópi fá fyrirbyggjandi meðferð og sérstaklega er hugað að næringu, hreyfingu og virkni þeirra. Mikil áhersla er lögð á að fylgst sé með ástandi húðar samhliða aðstoð við daglegar athafnir. Þrýstingssár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.