Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Blaðsíða 38

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Blaðsíða 38
36 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 3. tbl. 97. árg. 2021 Sálræn áföll og afleiðingar þeirra Sigrún heldur námskeið um sálræn áföll, einkenni sem geta komið fram og líkamlegar, sálrænar og félagslegar afleiðingar sálrænna áfalla. Á námskeiðinu skoðar hún þær leiðir sem einstaklingar geta valið til úrvinnslu og meðferðar. Auk þess er fjallað um áhrif sálrænna áfalla á samfélagið og leiðir sem stuðla að skilvirkari og árangursríkari þverfaglegri þjónustu. Aðspurð segir hún námskeiðið ekki einungis ætlað fagfólki, allir áhugasamir séu velkomnir. Ritstýran kíkti í kaffi til Sigrúnar og fékk hana í smáspjall en við byrjuðum með myndatöku úti í haustsólinni og kuldanum. Vantaði námskeið um sálfræn áföll og ofbeldi „Fyrsta námskeiðið sem ég hélt var árið 2010 í Símenntun í HA, ég fékk hugmyndina þegar ég var sjálf í meistaranáminu og var að skoða reynslu kvenna af kynferðislegu ofbeldi í æsku. Ég fann ekkert námskeið á meistarastigi um sálræn áföll eða ofbeldi. Ég tók þá tvö námskeið í sálgæslu í Endurmenntun HÍ, sem var það næsta sem ég komst í þeirri nálgun. Ég hafði svo samband við Sigríði Halldórsdóttur, prófessor og leiðbeinanda minn, og fékk hana til liðs við mig við að þróa slíkt námskeið. Hún tók mjög vel í það og við settum saman þetta fyrsta námskeið, um sálræn áföll og ofbeldi. Árið 2011 hóf ég störf hjá Háskólanum á Akureyri og haustið 2012 var námskeiðið kennt þar í framhaldsnámsdeild í heilbrigðisvísindum. Það hefur verið kennt annað hvert haust síðan þá og er orðið eitt vinsælasta námskeiðið í framhaldsnáminu. Tvö undanfarin sumur hef ég líka kennt námskeiðið hjá Dr. Sigrún Sigurðardóttir, dósent við Háskólann á Akureyri, hefur haldið fjölda fyrirlestra og námskeiða um sálræn áföll og ofbeldi, afleiðingar og úrræði. Það sem kannski fæstir vita er að Sigrún er einnig menntuð lögreglukona og starfaði sem slík í sjö ár. Í því starfi kynntist hún áföllum og ofbeldi sem kveikti áhugann á áhrifum sálrænna áfalla en doktorsritgerð Sigrúnar fjallaði um kynferðislegt ofbeldi í æsku, afleiðingar og heildræn úrræði. Texti og myndir: Sigríður Elín Ásmundsdóttir Viðtal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.