Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Blaðsíða 38
36 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 3. tbl. 97. árg. 2021
Sálræn áföll og
afleiðingar þeirra
Sigrún heldur námskeið um sálræn áföll, einkenni sem
geta komið fram og líkamlegar, sálrænar og félagslegar
afleiðingar sálrænna áfalla. Á námskeiðinu skoðar hún
þær leiðir sem einstaklingar geta valið til úrvinnslu
og meðferðar. Auk þess er fjallað um áhrif sálrænna
áfalla á samfélagið og leiðir sem stuðla að skilvirkari og
árangursríkari þverfaglegri þjónustu. Aðspurð segir hún
námskeiðið ekki einungis ætlað fagfólki, allir áhugasamir
séu velkomnir.
Ritstýran kíkti í kaffi til Sigrúnar og fékk hana í smáspjall
en við byrjuðum með myndatöku úti í haustsólinni og
kuldanum.
Vantaði námskeið um sálfræn áföll og ofbeldi
„Fyrsta námskeiðið sem ég hélt var árið 2010 í
Símenntun í HA, ég fékk hugmyndina þegar ég var sjálf
í meistaranáminu og var að skoða reynslu kvenna af
kynferðislegu ofbeldi í æsku. Ég fann ekkert námskeið
á meistarastigi um sálræn áföll eða ofbeldi. Ég tók
þá tvö námskeið í sálgæslu í Endurmenntun HÍ, sem
var það næsta sem ég komst í þeirri nálgun. Ég hafði
svo samband við Sigríði Halldórsdóttur, prófessor og
leiðbeinanda minn, og fékk hana til liðs við mig við
að þróa slíkt námskeið. Hún tók mjög vel í það og við
settum saman þetta fyrsta námskeið, um sálræn áföll
og ofbeldi. Árið 2011 hóf ég störf hjá Háskólanum á
Akureyri og haustið 2012 var námskeiðið kennt þar í
framhaldsnámsdeild í heilbrigðisvísindum. Það hefur
verið kennt annað hvert haust síðan þá og er orðið
eitt vinsælasta námskeiðið í framhaldsnáminu. Tvö
undanfarin sumur hef ég líka kennt námskeiðið hjá
Dr. Sigrún Sigurðardóttir,
dósent við Háskólann á
Akureyri, hefur haldið fjölda
fyrirlestra og námskeiða
um sálræn áföll og ofbeldi,
afleiðingar og úrræði. Það sem
kannski fæstir vita er að Sigrún
er einnig menntuð lögreglukona
og starfaði sem slík í sjö ár. Í
því starfi kynntist hún áföllum
og ofbeldi sem kveikti áhugann
á áhrifum sálrænna áfalla en
doktorsritgerð Sigrúnar fjallaði
um kynferðislegt ofbeldi í æsku,
afleiðingar og heildræn úrræði.
Texti og myndir: Sigríður Elín Ásmundsdóttir
Viðtal