Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Blaðsíða 17

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Blaðsíða 17
3. tbl. 97. árg. 2021 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 15 Eini svæfinga- hjúkrunarfræðingurinn á Vestfjörðum Það var sólríkur sumardagur og Sara átti að ljúka vakt klukkan tvö en eins og stundum vill verða losnaði hún ekki þegar vaktinni lauk. Klukkutíma seinna kom hún brosandi niður stigann og afsakaði biðina sem þurfti ekkert að afsaka því það var einstaklega afslappandi að sitja á biðstofunni. Við röltum upp í matsalinn og gripum okkur kaffibolla áður en við hófum spjallið. ,,Ég er frá Ísafirði, fæddist reyndar fyrir norðan en flutti hingað þegar ég var níu ára og ólst hér upp ásamt fjórum systkinum. Ég fór til Bandaríkjanna sem au-pair í eitt ár þegar ég var 18 ára og þegar ég kom heim ákvað ég að læra sjúkraliðann. Eftir að hafa unnið sem sjúkraliði í nokkur ár ákvað ég að fara í hjúkrunarfræði og á þeim tíma var ég ákveðin í að fara í framhaldinu í ljósmóðurfræði. Eftir fyrsta árið í hjúkrun breyttust þau áform, ég sá hvað það voru miklir möguleikar í hjúkrun sem heilluðu mig og ég hætti við áform mín um að verða ljósmóðir,“ segir hún og brosir. Námsvalið réðst af vöntun á spítalanum Sara útskrifaðist árið 2008, ákvað þá að breyta til og flutti, ásamt manni sínum, til Selfoss í nokkur ár: ,,Það var æðislegt að vera þar, ég var bæði á hand- og lyflækningadeild og öldrunardeild. Ég er bráðahjúkka í mér en ég held ég geti sagt að nánast öll svið innan hjúkrunar heilli mig að einhverju leyti. Eftir að dóttir okkar fæddist árið 2010 ákvað ég að sækja um vinnu í Noregi, eins og svo margir á þeim tíma. Ég fékk norskt hjúkrunarleyfi í desember sama ár og við fluttum til Lærdal í janúarmánuði 2011. Ég hafði rekist á atvinnuauglýsingu frá hjúkrunarheimili í Lærdal og tók eftir því að deildarstjórinn var með íslenskt nafn sem fékk mig til að sækja um starfið. Eftir þrjú ár í Noregi ákváðum við að flytja aftur heim á Ísafjörð,“ segir hún, það var gott að koma heim. Sara fór að vinna á sjúkrahúsinu en árið 2016 ákvað hún að skella sér í framhaldsnám í svæfingahjúkrun sem er 90 eininga diplómanám. En hvers vegna varð svæfingahjúkrun fyrir valinu? ,,Ég hef verið spennt fyrir svæfingahjúkrun síðan ég var á fjórða ári í hjúkrun, þá fór ég í verknám á svæfingu og fannst það mjög spennandi af einhverjum ástæðum. Svo Í faðmi fjalla blárra, eins og segir í ljóðinu, sem Ísfirðingar syngja svo oft, mælti ritstýran sér mót við Söru Guðmundsdóttur. Lagði bílnum fyrir utan stóra, steingráa byggingu á Torfnesi sem hýsir Sjúkrahúsið á Ísafirði þar sem Sara starfar sem svæfingahjúkrunarfræðingur. Hún er eini svæfingahjúkrunarfræðingurinn á staðnum sem þjónar íbúum Vestfjarða og veitir íbúum fjórðungsins, ferðamönnum og sjófarendum á Vestfjarðamiðum alla bráðaþjónustu og aðra sjúkrahúsþjónustu sem er á valdi spítalans að veita. Viðtal: Sigríður Elín Ásmundsdóttir / Myndir: Sigríður Elín og úr einkasafni. Viðtal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.